Sport

„Höfum kannski ekki verið eins lé­legir og fólk vill meina“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason í leik með KR.
Theódór Elmar Bjarnason í leik með KR. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

„Þetta er náttúrlega bara eldgamall Reykjavíkurrígur þannig að þetta hefur alveg gríðarlega merkingu, sérstaklega fyrir áhorfendur og eins og staðan er í deildinni hefur þetta gríðarlega merkingu fyrir okkur sem lið í dag,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stórleikinn gegn Val í Bestudeildinni í kvöld.

KR er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 11 stig, stigum á eftir Val sem er í þriðja sætinu með 18 stig.

„Við höfum kannski ekki verið eins lélegir og fólk vill meina en dýrkeypt einstaklingsmistök hafa kostað okkur mikið. Auðvitað viljum við komast á beinu brautina, útrýma þessum mistökum og fara sýna okkar rétta andlit. Það er alveg kominn tími á það. Það er enginn betri leikur en Valsleikurinn til að gera það. Það er skemmtilegast að vinna Val.“

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×