Um er að ræða þeirra þriðja barn Evu og Hadda, eins og hann er kallaður, en fyrir eiga þau dæturnar Ingibjörgu Rósu sem er níu ára og Kristínu Rannveigu sex ára. Sú stutta hefur fengið nafnið Margrét Maren í höfuðið á konum sem eru þeim afar kærar.
„Við sjáum ekki sólina fyrir henni og njótum þess að kúra með henni alla daga enda er ekkert betra í þessum heimi en nákvæmlega þetta,“ skrifar Eva Laufey við fallega myndafærslu á Instagram.
Eva Laufey og Haddi byrjaði saman fyrir um átján árum síðan og gengu í hnapphelduna 23. júlí 2016 við fallega athöfn í Akraneskirkju.