Sport

„Kyrie er bara kominn yfir sjálfan sig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luka Doncic og Kyrie Irving hafa spilað frábærlega saman.
Luka Doncic og Kyrie Irving hafa spilað frábærlega saman. Vísir/AP Photo/Gareth Patterson

Úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn hefst 6. júní. Í þætti kvöldsins í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 verður hitað upp fyrir einvígið.

Þar ræddu þeir félagar um samvinnu Luka Doncic og Kyrie Irving sem hafa farið mikinn í úrslitakeppninni og sérstaklega sá fyrrnefndi.

„Þetta er fullkomni gæinn fyrir Luka. Þetta er gaurinn sem getur gefið honum pásur, tekið yfir leikinn en líður kannski ekki vel að vera gæinn sem tekur yfir í hverjum einasta leik,“ segir Kjartan Atli Kjartansson um Kyrie Irving en þeir félagarnir spila með Dallas Mavericks en liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu.

„Það er svo gaman að heyra Kyrie Irving tala um Luka á blaðamannafundum eftir leiki. Það er enginn vafi um það að þetta sé liðið hans Luka Doncic. Það er enginn valdabarátta. Kyrie er bara kominn yfir sjálfan sig sem er ógeðslega góður staður að vera á þegar þú ert þrjátíu og eins árs,“ segir Hörður Unnsteinsson en Kyrie hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir einkennilega hegðun undanfarin ár.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins en hann verður á dagskrá klukkan átta á Sport 2.

Klippa: „Kyrie er bara kominn yfir sjálfan sig“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×