Fótbolti

Fækkar um einn í ís­lenska lands­liðinu

Aron Guðmundsson skrifar
Willum mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum Íslands vegna meiðsla.
Willum mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum Íslands vegna meiðsla. Vísir/Getty

Willum Þór Willumsson er meiddur og mun því ekki leika með íslenska landsliðinu í komandi vináttuleikjum liðsins gegn Englandi og Hollandi á næstunni.

Knattspyrnusamband Íslands greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum en Ísland mætir Englandi á Wembley þann 7.júní næstkomandi og Hollandi svo í Hollandi þremur dögum seinna. 

Eftir standa því tuttugu og þrír leikmenn í landsliðshópi Íslands og samkvæmt færslu KSÍ hefur annar leikmaður ekki verið kallaður inn í hópinn í stað Willums. 

Willum er leikmaður Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni. Hann er einn af burðarásum liðsins, lék 33 leiki á nýafstöðnu tímabili og skoraði sjö mörk í þeim leikjum. 

Komandi vináttulandsleikir Íslands við England, þann 7.júni, og Holland, þann 10.júní næstkomandi verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×