Munurinn á meðgöngu- og fæðingarsjúkdómum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóhann Óli Eiðsson Fæðingarorlof Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi. Árið 1997 voru gerðar lagabreytingar, annars vegar á lögum um fæðingarorlof og hins vegar á lögum um almannatryggingar, sem miðuðu að því að rýmka réttinn til fæðingarorlofs. Meðal breytinga á síðarnefndu lögunum má nefna að aukið framlag fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga, vegna alvarlegs sjúkleika barns og vegna alvarlegra veikinda móður „eftir fæðingu“. „Í frumvarpinu er nýmæli um heimild til lengingar fæðingarorlofs um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eftir fæðingu. Tilgangur ákvæðisins er að bæta móður og barni upp þann tíma sem þau geta ekki verið í samvistum á fæðingarorlofstíma vegna alvarlegra veikinda móður,“ sagði Framsóknarkonan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. „Annað sem mig langar til að nefna, og sé að er ekki er tekið á í þessu frumvarpi, þó svo að tekið sé á mörgum hlutum, er réttur mæðra sem eru veikar eftir fæðingu. Það er ekki rétturinn til þess að lengja fæðingarorlofið vegna veikinda, er það svo? Ef svo er þá fagna ég því. Eins og lögin eru í dag þá er það svo að móðir sem hefur e.t.v. gengið í gegnum mjög erfiða fæðingu og hefur þess vegna jafnvel verið lengi frá vinnu, hefur ekki átt rétt á lengingu fæðingarorlofs og hefur þurft að taka sjúkradagpeninga,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í umræðum um málið, skömmu áður en hún áttaði sig á því síðar í ræðunni að mælt væri fyrir um þennan rétt. Framsókn gefur og Framsókn tekur Næst dregur til tíðinda um aldamótin, þegar Páll Pétursson frá Höllustöðum, félagsmálaráðherra Framsóknarflokks, mælti fyrir nýjum heildarlögum um fæðingarlof. Þar var til að mynda sú jákvæða breyting gerð að feður fengu rétt til fæðingarorlofs, en það var óþekkt fram að því. Í nýju lögunum mátti finna aðra breytingu, sem fljótt á litið lét ekki mikið yfir sér. Fyrrnefndar greinar almannatryggingalaganna voru færðar inn í hinn nýja lagabálk, að mestu óbreyttar, og nú heimilt að framlengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk um allt að tvo mánuði „vegna alvarlegra veikinda [móður] í tengslum við fæðingu“. Í greinargerð frumvarpsins var þess ekki getið að um sérstaka stefnubreytingu væri að ræða. Í daglegu tali kann munurinn á „alvarlegum veikindum eftir fæðingu“ og „alvarlegum veikindum vegna fæðingar“ að virðast lítill, en í augum lögfræðinnar er allur munur þar á. Afleiðing breytingarinnar, í það minnsta í meðferð Fæðingarorlofssjóðs og úrskurðarnefndar velferðarmála, er sú að umrætt ákvæði dekkar aðeins veikindi og sjúkdóma sem rekja má með beinum hætti til þess sem gerist frá upphafi fæðingar og loka hennar. Mæður sem veikjast vegna meðgöngunnar, t.a.m. af heiftarlegri grindargliðnun eða alvarlegri meðgöngueitrun, og læknast ekki við það eitt að fæða barnið, þær eiga engan rétt. Árið 2020, þegar ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett, hefði verið dauðafæri fyrir Ásmund Einar Daðason, þá félags- og barnamálaráðherra fyrir Framsókn, að vinda ofan af vitleysunni. Því fer hins vegar fjarri, þess í stað var bætt í og skorið úr um að rétturinn stofnist aðeins vegna „alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við fæðinguna enda verði veikindin rakin til fæðingarinnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi sínu“. Líkt og úrskurðarnefnd velferðarmála orðaði það, fæðingarsjúkdómar skapa rétt, meðgöngusjúkdómar ekki. Þingheimi auðnaðist ekki að reka augun í breytinguna, enda ekki um stórkostlega breytingu að ræða samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Réttarbót fámenns hóps þrengd yfir árin Dóttir mín og móðir hennar verða því að bíta í það súra epli að veikindi móður hennar, sem hófust viku fyrir fæðingu, rekja má með beinum hætti til þungunarinnar og sjötnuðu ekki fyrr en mánuði eftir fæðingu, þar af inniliggjandi á sjúkrahúsi í tæplega tvær vikur eftir fæðingu, dragist af almenna fæðingarorlofinu. Nema svo ósennilega vilji til að æðra sett úrskurðarstjórnvald telji forsögu og markmið ákvæðisins trompa aulalegt orðalagið. Þangað til niðurstaða liggur fyrir væri klókt ef einhver þing- eða ráðamaður, mögulega úr Framsóknarflokknum enn á ný, myndi útskýra, fyrir okkur dauðlega fólkinu, hvaða rök búa að baki því að meðgöngusjúkdóma skuli ekki telja til „veikinda foreldris í tengslum við fæðingu barns“. Ef engin slík rök finnast væri ekki úr vegi að stökkva til og lagfæra þetta klúður fyrir þau sem á eftir koma. „Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegum réttarbótum vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Hér er ekki um að ræða mjög stóran hóp en engu að síður mikilvæga réttarbót fyrir þá sem ákvæðin eiga við,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir í niðurlagi framsöguræðu sinnar þann 21. mars 1997. Það er vel við hæfi að gera þau að niðurlagi þessarar greinar. Höfundur er í fæðingarorlofi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun