Körfubolti

Lög­mál leiksins: Who he play for?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það getur reynst erfitt setja fyrir sig nýjustu ferðir farandverkamanna.
Það getur reynst erfitt setja fyrir sig nýjustu ferðir farandverkamanna. skjáskot

Lögmál leiksins fékk lánaðan dagskráarliðinn Who he play for? eða fyrir hvern spilar hann? sem gengur út á að giska hvaða lið núverandi eða fyrrverandi leikmenn NBA deildarinnar spila fyrir.

Til að halda leiknum líflegum fyrir sérfræðingana Hörð Unnsteinsson og Tómas Steindórsson gekk náttúrulega ekki að draga upp þekktari nöfn bransans.

Ýmsir leikmenn komu við sögu sem hafa margir stigið niður á fjölmörgum stöðum á ferlinum og því oft erfitt að útnefna núverandi lið.

Þáttastjórnandinn Kjartan Atli tók meira að segja þátt í leiknum og sýndi mönnum hvers vegna hann stýrir skipinu. Stórskemmtilegt innslag sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Who he play for?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×