„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:34 Fjölnir Sæmundsson segir dóminn sýna að lögreglumenn komist ekki upp með brot í starfi. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“ Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“
Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03