Þættirnir eru ellefu talsins og voru sýndir í aðdraganda forsetakosninga sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Þar settust forsetaframbjóðendur niður og gæddu sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræddu lífið og tilveruna í einlægu spjalli.
Ástarlíf frambjóðenda, skrítnustu augnablikin í framboði og það sem komið hefur mest á óvart er meðal þess sem kom við sögu í þáttunum. Þá var einum frambjóðanda tíðrætt um kjarnorkusprengjur á milli þess sem hann borðaði vængi með hníf og gaffli.
Þættirnir eru aðgengilegir á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2+.