Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 16:24 Sundlaugin í Varmahlíð verður að óbreyttu lokuð fyrir hádegi í sumar vegna sumarleyfis starfsmanna. Skagafjörður Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér. Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér.
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira