Sveindís: Við höfum þetta í okkar höndum og við ætlum okkur beint á EM Árni Jóhannsson skrifar 4. júní 2024 22:57 Sveindís Jane á ferðinni. Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir naut sín betur sóknarlega í seinni hálfleik þegar hún var með vindinn í bakið. Hún fékk ekki úr miklu að moða í þeim fyrri og þurfti því að finna önnur lóð til að leggja á vogaskálarnar í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í fjórðu umferð undankeppni EM í Sviss 2025. Sveindísi var létt eins og öðrum leikmönnum Íslands þegar lokaflautið gall í dag. „Já það var hundrað prósent léttir þegar leiknum lauk í dag. Ekki bara út af því að við unnum heldur líka bara að koma sér í klefann því það var ógeðslega kalt. Þetta var bara frábært að vinna þennan leik við þessar aðstæður og við gerðum eins vel og við gátum við þessar aðstæður. Það var rosalega mikill vindur og það er alltaf erfitt að spila á móti vindinum. Ótrúlega sátt með þennan sigur.“ Sveindís fékk úr mjög litlu að moða í fyrri hálfleik þegar Ísland var með vindinn í fangið. Hvað gat hún fundið sér að gera þá til að hjálpa liðinu? „Það var ótrúlega lítið að gera hjá mér. Boltinn komst varla yfir miðju út af vindinum. Þá þurfti ég bara aðeins að vinna meira í vörninni og pressa á andstæðinginn þannig að þær gætu ekki náð góðum boltum inn fyrir okkur. Ég var meira og minna bara að hlaupa, allavega í fyrri hálfleik, svo fékk ég aðeins að hlaupa á eftir boltanum í seinni hálfleik. Sem var nú aðeins skemmtilegra.“ Sveindísi fannst auðvitað leiðinlegt að fá á sig mark í lok seinni hálfleiks en það var engan bilbug að finna á liðið Íslands í seinni hálfleik. „Ég vissi alveg að við myndum vinna þennan leik í seinni hálfleik. Við kunnum aðeins að spila með vindinum og vissi að við myndum skora. Skoruðum svo úr hornspyrnu frá Karólínu en það er okkar auðkenni og markið frá Hildi bjargaði okkur í dag.“ Það hlýtur þá að vera styrkleikamerki að brotna ekki þegar mörk koma á eins slæmum tíma og mark Austurríkis kom í dag. „Já, við höfum verið að fá mörk á okkur en koma svo til baka. Við getum það og það er frábært. Við erum með þetta íslenska hugarfar og við gefumst aldrei upp og það er mjög gott að hafa það í farteskinu.“ Er Sveindís farið að dreyma um Sviss á næsta ári? „Auðvitað. Strax eftir að við misstum af síðasta stórmóti þá fórum við að hugsa um að komast á EM og við erum einu skrefi nær því og ég er bara spennt fyrir næsta glugga. Ég er spennt að spila við Þýskaland og Pólland sem eru mikilvægir leikir. Við höfum þetta í okkar höndum og við ætlum okkur beint á EM. Hvaða möguleika er að finna í næsta glugga fyrir Ísland? „Bara vinna. Það er það sem við ætlum að gera. Við erum í bílstjórasætinu. Pólland hafa staðið sig vel, komist yfir í báðum leikjunum við Þýskaland en hafa brotnað þannig að við sjáum veikleika þar sem við getum nýtt okkur. Við unnum þær í fyrri leiknum og ef við vinnum þær næst og gerum vel gegn Þýskalandi, náum kannski einhverju úr þeim leik þá erum við bara á leiðinni beint á EM.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína: Hrikalega næs Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn. 4. júní 2024 22:41 „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Sveindísi var létt eins og öðrum leikmönnum Íslands þegar lokaflautið gall í dag. „Já það var hundrað prósent léttir þegar leiknum lauk í dag. Ekki bara út af því að við unnum heldur líka bara að koma sér í klefann því það var ógeðslega kalt. Þetta var bara frábært að vinna þennan leik við þessar aðstæður og við gerðum eins vel og við gátum við þessar aðstæður. Það var rosalega mikill vindur og það er alltaf erfitt að spila á móti vindinum. Ótrúlega sátt með þennan sigur.“ Sveindís fékk úr mjög litlu að moða í fyrri hálfleik þegar Ísland var með vindinn í fangið. Hvað gat hún fundið sér að gera þá til að hjálpa liðinu? „Það var ótrúlega lítið að gera hjá mér. Boltinn komst varla yfir miðju út af vindinum. Þá þurfti ég bara aðeins að vinna meira í vörninni og pressa á andstæðinginn þannig að þær gætu ekki náð góðum boltum inn fyrir okkur. Ég var meira og minna bara að hlaupa, allavega í fyrri hálfleik, svo fékk ég aðeins að hlaupa á eftir boltanum í seinni hálfleik. Sem var nú aðeins skemmtilegra.“ Sveindísi fannst auðvitað leiðinlegt að fá á sig mark í lok seinni hálfleiks en það var engan bilbug að finna á liðið Íslands í seinni hálfleik. „Ég vissi alveg að við myndum vinna þennan leik í seinni hálfleik. Við kunnum aðeins að spila með vindinum og vissi að við myndum skora. Skoruðum svo úr hornspyrnu frá Karólínu en það er okkar auðkenni og markið frá Hildi bjargaði okkur í dag.“ Það hlýtur þá að vera styrkleikamerki að brotna ekki þegar mörk koma á eins slæmum tíma og mark Austurríkis kom í dag. „Já, við höfum verið að fá mörk á okkur en koma svo til baka. Við getum það og það er frábært. Við erum með þetta íslenska hugarfar og við gefumst aldrei upp og það er mjög gott að hafa það í farteskinu.“ Er Sveindís farið að dreyma um Sviss á næsta ári? „Auðvitað. Strax eftir að við misstum af síðasta stórmóti þá fórum við að hugsa um að komast á EM og við erum einu skrefi nær því og ég er bara spennt fyrir næsta glugga. Ég er spennt að spila við Þýskaland og Pólland sem eru mikilvægir leikir. Við höfum þetta í okkar höndum og við ætlum okkur beint á EM. Hvaða möguleika er að finna í næsta glugga fyrir Ísland? „Bara vinna. Það er það sem við ætlum að gera. Við erum í bílstjórasætinu. Pólland hafa staðið sig vel, komist yfir í báðum leikjunum við Þýskaland en hafa brotnað þannig að við sjáum veikleika þar sem við getum nýtt okkur. Við unnum þær í fyrri leiknum og ef við vinnum þær næst og gerum vel gegn Þýskalandi, náum kannski einhverju úr þeim leik þá erum við bara á leiðinni beint á EM.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Karólína: Hrikalega næs Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn. 4. júní 2024 22:41 „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Karólína: Hrikalega næs Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn. 4. júní 2024 22:41
„Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30
„Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30
„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30