Hvað er að frétta í lífi án frétta? Skúli Bragi Geirdal skrifar 5. júní 2024 09:30 Í nýlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar um traust í íslensku samfélagi kemur fram að helmingur þátttakenda var mjög eða frekar sammála því að þau héldu sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Treystum við okkur sjálfum betur en fjölmiðlum til að halda okkur upplýstum? Erum við betri í að sannreyna upplýsingar heldur en fagfólk sem starfar á ritstýrðum fjölmiðlum? Er ekki meiri vinna fólgin í því að fylgjast ekki með fréttum og setja þannig alla ábyrgðina á okkur sjálf að halda okkur á floti í upplýsingaflóði nútíma samfélags. 5 ástæður fyrir því að fólk velur að fylgjast ekki með fréttum 1. Skortur á áhuga Fréttaáhugi kemur gjarnan með aldri. Yngri aldurshópar (18-49 ára) eru mun líklegri til þess að segjast halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum en þeir sem eldri eru (50 ára og eldri). Í rannsókn á miðlanotkun barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára á Íslandi kemur fram að fréttaáhugi eykst með aldri og þá helst varðandi notkun á fréttamiðlum á netinu. Eru hefðbundnir fréttamiðlar að gera nóg til að höfða til yngri aldurshópa? 2. Of neikvæðar og erfitt að fylgjast með Það getur tekið á fylgjast með fréttum af stríði, hamförum, slysum, hungursneyð, hlýnun jarðar, ofbeldi og fleiri erfiðum málum sem samfélag manna glímir við. Fyrir sumum getur þetta orðið yfirþyrmandi og því ákveðinn hópur sem einfaldlega velur fréttaforðun til þess að reyna að draga úr neikvæðni í sínu lífi. Þá fjölgar einnig í hópi þeirra sem finnst flókið að fylgjast með fréttum, árið 2021 voru það 12,7% samanborið við 18,7% undir lok árs 2022. Mætti horfa oftar til þess að finna jákvæðan vinkil á umfjöllunarefni frétta? 3. Skortur á trausti Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að 30% þátttakenda báru fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla. Til samanburðar sögðust 75% treysta sóttvarnaryfirvöldum, 28% stjórnvöldum, 33% til dómstólum og 24% ókunnugu fólki á Íslandi. Þegar að traust dvínar aukast líkurnar á að við tökum málin í okkar eigin hendur. Þegar að við treystum ekki dómstólum leitum við í dómstól götunnar. Þegar að við treystum ekki stjórnvöldum grípum við til mótmæla. Þegar að við treystum ekki fjölmiðlum þá veljum við að halda okkur upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Það tekur stuttan tíma að glata trausti en langan tíma að byggja það upp. Höfum við sett fjölmiðla landsins í ómögulega stöðu til þess að takast á við upplýsingaóreiðu á tímum samfélagsmiðla og gervigreindar? Getum við gert betur í að skapa fjölmiðlafólki heilbrigt starfsumhverfi? 4. Skjáþreyta Við búum í samfélagi þar sem gerð er krafa á að við séum stöðugt á tánum og tilbúin að svara þegar að kallið frá tilkynningunum kemur. Ekki bara úr símanum heldur líka snjallúrinu, spjaldtölvunni, fartölvunni og vinnutölvunni sem gjarnan er tengd við auka skjá eða skjái. Við þetta bætast skjáir af ýmsum stærðum og gerðum: í búðinni, bílnum, bankanum, vinnunni, ræktinni og svona mætti lengi telja. Skjáþreytan birtist okkur síðan þegar að heim er komið og við veljum heilalaust afþreyingarefni á Netflix fram yfir kvöldfréttir, Kastljós og Kveik því heilinn okkar ræður ekki við meira áreiti. Samt erum við ekki nógu þreytt til að láta símann frá okkur á meðan... Hvernig gengur okkur að meðtaka upplýsingar og vinna úr þeim í þessu umhverfi? Er magn upplýsinga sem dynur á okkur á hverjum degi farið að hafa neikvæð áhrif á það hvernig við höldum okkur upplýstum? Heilinn er hannaður til að hugsa og þarf frí frá áreiti til þess. 5. Þarf þær ekki Að lokum er það hópurinn sem þarf þær ekki. Þetta er hópur hellisbúa internetsins sem yfirgnæfa aðra með eigin bergmáli. Allir og öll sem eru á annarri skoðun en þeir búa við fáfræði og skort á réttum upplýsingum. Ég ætla mér ekki að eyða mörgum orðum í þennan hóp því alveg sama hvernig ég orða þessa málsgrein þá hafa þau nú þegar ákveðið að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sá það á TikTok Hluti þeirra sem heldur sér upplýstum með því að fylgjast með fréttum gerir það gegnum samfélagsmiðla. Þá ber að hafa í huga að þótt við fylgjum traustum og áreiðanlegum fjölmiðlum á samfélagsmiðlum þá er þar að finna algóritma sem sér um að velja fyrir okkar hvaða fréttir við fáum að sjá og hverjar ekki. Á eftir fréttamiðlum á netinu nálgast fólk helst fréttir á samfélagsmiðlum en þrátt fyrir vinsældir þeirra voru aðeins um 6% þátttakenda sem treystu þeim. Miðlar sem fólk notaði deginum fyrir könnun til þess að nálgast fréttir: 90% - Fréttamiðill á netinu 75% - Samfélagsmiðlar 66% - Útvarp 58% - Sjónvarp 29% - Dagblað 14% - Hlaðvarp 11% - Tímarit/vikublað Það tekur á að synda um á hverjum degi í upplýsingaflóði nútíma samfélags þar sem við öll erum sítengd og krafa um að hægt sé að ná í alla öllum stundum allan sólarhringinn. Helmingur fólks kýs að halda sér upplýstum án frétta á sama tíma og skýrsla Europol áætlar að gervigreind muni framleiða allt að 90% af öllu efni á internetinu árið 2026. Handan við hornið er flóðbylgja í þann mund að skella á okkur með miklum krafti. Þetta er ekki tíminn til þess að kasta inn handklæðinu og vera dofin gagnvart röngum og fölskum upplýsingum á netinu. Það eru önnur úrræði í boði en að gera ekkert til að bregðast við. Því miður virðist þróunin á leiðinni í öfuga átt: 59% höfðu séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær. 43% gerðu ekkert þegar að þau rákust áfrétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 20% höfðu myndað sérranga skoðun á opinberri persónuvegna villandi upplýsinga um hana á ýmsum miðlum. 16% þátttakenda voru fremur eða mjög ósammála því að þau könnuðu alltaf sannleiksgildi frétta áður en þeim væri deilt með öðrum. 20% þátttakenda sagðist sjaldan skoða fréttamiðla sem miðla öðru sjónarhorni/gildum en þeim sem þau aðhyllast sjálf. Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Það er mikilvægt að við bregðumst við með fyrirbyggjandi aðgerðum í formi fræðslu og valdeflingar því netöryggi snýst ekki aðeins um að vernda innviði heldur einnig fólk á öllum aldri. Þjóðaröryggi, lýðræði og lýðheilsa eru undir og því er þetta málaflokkur sem hefur snertiflöt við öll ráðuneyti og þvert á pólitík. Traustir fjölmiðlar og staðreyndarvaktir eru björgunarhringurinn í upplýsingaflóðinu og því mikilvægt að við styðjum vel við þeirra starf og gerum þeim kleift að sinna hlutverki sínu í að halda okkur upplýstum á tímum upplýsingaóreiðu. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar um traust í íslensku samfélagi kemur fram að helmingur þátttakenda var mjög eða frekar sammála því að þau héldu sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Treystum við okkur sjálfum betur en fjölmiðlum til að halda okkur upplýstum? Erum við betri í að sannreyna upplýsingar heldur en fagfólk sem starfar á ritstýrðum fjölmiðlum? Er ekki meiri vinna fólgin í því að fylgjast ekki með fréttum og setja þannig alla ábyrgðina á okkur sjálf að halda okkur á floti í upplýsingaflóði nútíma samfélags. 5 ástæður fyrir því að fólk velur að fylgjast ekki með fréttum 1. Skortur á áhuga Fréttaáhugi kemur gjarnan með aldri. Yngri aldurshópar (18-49 ára) eru mun líklegri til þess að segjast halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum en þeir sem eldri eru (50 ára og eldri). Í rannsókn á miðlanotkun barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára á Íslandi kemur fram að fréttaáhugi eykst með aldri og þá helst varðandi notkun á fréttamiðlum á netinu. Eru hefðbundnir fréttamiðlar að gera nóg til að höfða til yngri aldurshópa? 2. Of neikvæðar og erfitt að fylgjast með Það getur tekið á fylgjast með fréttum af stríði, hamförum, slysum, hungursneyð, hlýnun jarðar, ofbeldi og fleiri erfiðum málum sem samfélag manna glímir við. Fyrir sumum getur þetta orðið yfirþyrmandi og því ákveðinn hópur sem einfaldlega velur fréttaforðun til þess að reyna að draga úr neikvæðni í sínu lífi. Þá fjölgar einnig í hópi þeirra sem finnst flókið að fylgjast með fréttum, árið 2021 voru það 12,7% samanborið við 18,7% undir lok árs 2022. Mætti horfa oftar til þess að finna jákvæðan vinkil á umfjöllunarefni frétta? 3. Skortur á trausti Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að 30% þátttakenda báru fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla. Til samanburðar sögðust 75% treysta sóttvarnaryfirvöldum, 28% stjórnvöldum, 33% til dómstólum og 24% ókunnugu fólki á Íslandi. Þegar að traust dvínar aukast líkurnar á að við tökum málin í okkar eigin hendur. Þegar að við treystum ekki dómstólum leitum við í dómstól götunnar. Þegar að við treystum ekki stjórnvöldum grípum við til mótmæla. Þegar að við treystum ekki fjölmiðlum þá veljum við að halda okkur upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Það tekur stuttan tíma að glata trausti en langan tíma að byggja það upp. Höfum við sett fjölmiðla landsins í ómögulega stöðu til þess að takast á við upplýsingaóreiðu á tímum samfélagsmiðla og gervigreindar? Getum við gert betur í að skapa fjölmiðlafólki heilbrigt starfsumhverfi? 4. Skjáþreyta Við búum í samfélagi þar sem gerð er krafa á að við séum stöðugt á tánum og tilbúin að svara þegar að kallið frá tilkynningunum kemur. Ekki bara úr símanum heldur líka snjallúrinu, spjaldtölvunni, fartölvunni og vinnutölvunni sem gjarnan er tengd við auka skjá eða skjái. Við þetta bætast skjáir af ýmsum stærðum og gerðum: í búðinni, bílnum, bankanum, vinnunni, ræktinni og svona mætti lengi telja. Skjáþreytan birtist okkur síðan þegar að heim er komið og við veljum heilalaust afþreyingarefni á Netflix fram yfir kvöldfréttir, Kastljós og Kveik því heilinn okkar ræður ekki við meira áreiti. Samt erum við ekki nógu þreytt til að láta símann frá okkur á meðan... Hvernig gengur okkur að meðtaka upplýsingar og vinna úr þeim í þessu umhverfi? Er magn upplýsinga sem dynur á okkur á hverjum degi farið að hafa neikvæð áhrif á það hvernig við höldum okkur upplýstum? Heilinn er hannaður til að hugsa og þarf frí frá áreiti til þess. 5. Þarf þær ekki Að lokum er það hópurinn sem þarf þær ekki. Þetta er hópur hellisbúa internetsins sem yfirgnæfa aðra með eigin bergmáli. Allir og öll sem eru á annarri skoðun en þeir búa við fáfræði og skort á réttum upplýsingum. Ég ætla mér ekki að eyða mörgum orðum í þennan hóp því alveg sama hvernig ég orða þessa málsgrein þá hafa þau nú þegar ákveðið að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sá það á TikTok Hluti þeirra sem heldur sér upplýstum með því að fylgjast með fréttum gerir það gegnum samfélagsmiðla. Þá ber að hafa í huga að þótt við fylgjum traustum og áreiðanlegum fjölmiðlum á samfélagsmiðlum þá er þar að finna algóritma sem sér um að velja fyrir okkar hvaða fréttir við fáum að sjá og hverjar ekki. Á eftir fréttamiðlum á netinu nálgast fólk helst fréttir á samfélagsmiðlum en þrátt fyrir vinsældir þeirra voru aðeins um 6% þátttakenda sem treystu þeim. Miðlar sem fólk notaði deginum fyrir könnun til þess að nálgast fréttir: 90% - Fréttamiðill á netinu 75% - Samfélagsmiðlar 66% - Útvarp 58% - Sjónvarp 29% - Dagblað 14% - Hlaðvarp 11% - Tímarit/vikublað Það tekur á að synda um á hverjum degi í upplýsingaflóði nútíma samfélags þar sem við öll erum sítengd og krafa um að hægt sé að ná í alla öllum stundum allan sólarhringinn. Helmingur fólks kýs að halda sér upplýstum án frétta á sama tíma og skýrsla Europol áætlar að gervigreind muni framleiða allt að 90% af öllu efni á internetinu árið 2026. Handan við hornið er flóðbylgja í þann mund að skella á okkur með miklum krafti. Þetta er ekki tíminn til þess að kasta inn handklæðinu og vera dofin gagnvart röngum og fölskum upplýsingum á netinu. Það eru önnur úrræði í boði en að gera ekkert til að bregðast við. Því miður virðist þróunin á leiðinni í öfuga átt: 59% höfðu séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær. 43% gerðu ekkert þegar að þau rákust áfrétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 20% höfðu myndað sérranga skoðun á opinberri persónuvegna villandi upplýsinga um hana á ýmsum miðlum. 16% þátttakenda voru fremur eða mjög ósammála því að þau könnuðu alltaf sannleiksgildi frétta áður en þeim væri deilt með öðrum. 20% þátttakenda sagðist sjaldan skoða fréttamiðla sem miðla öðru sjónarhorni/gildum en þeim sem þau aðhyllast sjálf. Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Það er mikilvægt að við bregðumst við með fyrirbyggjandi aðgerðum í formi fræðslu og valdeflingar því netöryggi snýst ekki aðeins um að vernda innviði heldur einnig fólk á öllum aldri. Þjóðaröryggi, lýðræði og lýðheilsa eru undir og því er þetta málaflokkur sem hefur snertiflöt við öll ráðuneyti og þvert á pólitík. Traustir fjölmiðlar og staðreyndarvaktir eru björgunarhringurinn í upplýsingaflóðinu og því mikilvægt að við styðjum vel við þeirra starf og gerum þeim kleift að sinna hlutverki sínu í að halda okkur upplýstum á tímum upplýsingaóreiðu. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun