Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 11:59 Intuens ehf vakti gríðarlega athygli fyrir hinar svokölluðu heilskimanir í nóvember í fyrra. Vísir/Egill Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. Með áliti sem Samkeppniseftirlitið birti á dögunum beinir eftirlitið þeim tilmælum til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Intuens Segulómun ehf. var í fyrra synjað um samning um greiðsluþátttöku SÍ í segulómrannsóknum, sem hindraði innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar. Fyrirtækið sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna þessa. Álit eftirlitsins fól í sér tilmæli til heilbrigðisyfirvalda að beita sér fyrir því að auka samkeppni með því að greiða innkomu nýrra aðila inn á markaðinn. Í álitinu segir að með virkari samkeppni sé stuðlað að því að notendur fái betri þjónustu á sem hagstæðasta verði, til hagsbóta fyrir almenning og ríkissjóð. Þá fela tilmælin í sér að þegar í stað verði tryggt að Intuens njóti jafnræðis gagnvart starfandi fyrirtækjum á markaðnum um samning um greiðsluþátttöku. Samkeppniseftirlitið telur að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður fyrir því að hafna samningi við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Hættu tímabundið að skima Forsaga Intuens er sú að í nóvember síðastliðnum steig stjórn Læknafélags Íslands fram og gagnrýndi svokallaðar heilskimanir fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði þá fengið áhrifavalda með sér í lið til þess að auglýsa þjónusta, sem kostar hinn almenna borgara 300 þúsund krónur. Rannsóknin var sögð geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Þá megi ætla að í kjölfar slíkra rannsókna aukist aukist þörf á aðkomu lækna, sem geti leitt af sér aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnin ráðlagði almenningi eindregið að fara ekki í slíkar rannsóknir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir gagnrýndi rannsóknirnar að auki, og sagði þær eitt mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið svaraði gagnrýninni á Facebook á sínum tíma, en daginn eftir að það svar birtist var heilskimunar-þjónustuna hvergi að finna á vefsíðu Intuens. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði heilskimunina, sem hafi verið kynnta í góðri trú, hafa verið setta á „hold“ meðan framhaldið yrði skoðað. Rúmum tveimur vikum síðar birti heilbrigðisráðuneytið álit þess efnis að ekki teldist tilefni til að stöðva starfsemi Intuens. Þá hafði embætti landlæknis farið þess á leit við ráðuneytið að starfsemin yrði stöðvuð í ljósi þess að fyrirtækið hafi ekki brugðist við ítrekuðum erindum og tilmælum landlæknis. Fyrirtækið virðist nú starfa í sömu mynd og það gerði áður, en fram kemur skýrum stöfum á síðunni að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Auk áðurnefndrar heilskimunar er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. SÍ ekki þótt ráðlegt að fjölga samningsaðilum Intuens sendi Samkeppniseftirlitinu erindi í desember í fyrra vegna synjunar SÍ á greiðsluþátttöku við myndgreiningu hjá fyrirtækinu. Í erindinu er byggt á því að umrædd synjun feli í sér samkeppnishindrun og að grípa þurfi til aðgerða til þess að tryggja að það geti hafið starfsemi og veitt starfandi fyrirtækjum samkeppnislegt aðhald. Fram kemur að fyrirtækið hafi yfir að ráða einu fullkomnasta tæki landsins á sviði segulómunar. Synjun SÍ grundvallaðist á frumathugun sem Sjúkratryggingar hefði gert á fyrirtækinu, þar sem fram kom að þar sem þágildandi samningar um læknisfræðilega myndgreiningu hafi gilt til 1. janúar 2024 og að óljóst væri hvaða leið yrði valin við næstu innkaup, væri að mati SÍ ekki ráðlegt að fjölga samningsaðilum. Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur fram að eftirlitið telji að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður þess að ekki hafi verið gerður samningur við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Í tilmælum eftirlitsins fólst að útboð á almennri myndgreiningarþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa og/eða við ákvörðun um innkaup eða greiðsluþátttöku á slíkri þjónustu hafi þau skýru markmið að efla samkeppni á markaðnum. Í því felist meðal annars að ný fyrirtæki sem uppfylli málefnaleg skilyrði og bjóði samkeppnishæft verð og þjónustu eigi sem greiðustu leið inn á markaðinn. Þann 1. janúar á næsta ári eiga nýir samningar við við myndgreiningarfyrirtæki að taka gildi og þá verður væntanlega ljóst hvort Intuens hafi verið boðinn samningur við sjúkratryggingar vegna greiðsluþátttöku í myndgreiningarþjónustu. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við sjúkratryggingar, Læknisfræðileg myndgreining ehf (Röntgen Domus), Myndgreining Hjartaverndar ehf. og Íslensk myndgreining ehf. (Röntgen Orkuhúsið). Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Með áliti sem Samkeppniseftirlitið birti á dögunum beinir eftirlitið þeim tilmælum til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Intuens Segulómun ehf. var í fyrra synjað um samning um greiðsluþátttöku SÍ í segulómrannsóknum, sem hindraði innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar. Fyrirtækið sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna þessa. Álit eftirlitsins fól í sér tilmæli til heilbrigðisyfirvalda að beita sér fyrir því að auka samkeppni með því að greiða innkomu nýrra aðila inn á markaðinn. Í álitinu segir að með virkari samkeppni sé stuðlað að því að notendur fái betri þjónustu á sem hagstæðasta verði, til hagsbóta fyrir almenning og ríkissjóð. Þá fela tilmælin í sér að þegar í stað verði tryggt að Intuens njóti jafnræðis gagnvart starfandi fyrirtækjum á markaðnum um samning um greiðsluþátttöku. Samkeppniseftirlitið telur að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður fyrir því að hafna samningi við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Hættu tímabundið að skima Forsaga Intuens er sú að í nóvember síðastliðnum steig stjórn Læknafélags Íslands fram og gagnrýndi svokallaðar heilskimanir fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði þá fengið áhrifavalda með sér í lið til þess að auglýsa þjónusta, sem kostar hinn almenna borgara 300 þúsund krónur. Rannsóknin var sögð geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Þá megi ætla að í kjölfar slíkra rannsókna aukist aukist þörf á aðkomu lækna, sem geti leitt af sér aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnin ráðlagði almenningi eindregið að fara ekki í slíkar rannsóknir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir gagnrýndi rannsóknirnar að auki, og sagði þær eitt mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið svaraði gagnrýninni á Facebook á sínum tíma, en daginn eftir að það svar birtist var heilskimunar-þjónustuna hvergi að finna á vefsíðu Intuens. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði heilskimunina, sem hafi verið kynnta í góðri trú, hafa verið setta á „hold“ meðan framhaldið yrði skoðað. Rúmum tveimur vikum síðar birti heilbrigðisráðuneytið álit þess efnis að ekki teldist tilefni til að stöðva starfsemi Intuens. Þá hafði embætti landlæknis farið þess á leit við ráðuneytið að starfsemin yrði stöðvuð í ljósi þess að fyrirtækið hafi ekki brugðist við ítrekuðum erindum og tilmælum landlæknis. Fyrirtækið virðist nú starfa í sömu mynd og það gerði áður, en fram kemur skýrum stöfum á síðunni að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Auk áðurnefndrar heilskimunar er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. SÍ ekki þótt ráðlegt að fjölga samningsaðilum Intuens sendi Samkeppniseftirlitinu erindi í desember í fyrra vegna synjunar SÍ á greiðsluþátttöku við myndgreiningu hjá fyrirtækinu. Í erindinu er byggt á því að umrædd synjun feli í sér samkeppnishindrun og að grípa þurfi til aðgerða til þess að tryggja að það geti hafið starfsemi og veitt starfandi fyrirtækjum samkeppnislegt aðhald. Fram kemur að fyrirtækið hafi yfir að ráða einu fullkomnasta tæki landsins á sviði segulómunar. Synjun SÍ grundvallaðist á frumathugun sem Sjúkratryggingar hefði gert á fyrirtækinu, þar sem fram kom að þar sem þágildandi samningar um læknisfræðilega myndgreiningu hafi gilt til 1. janúar 2024 og að óljóst væri hvaða leið yrði valin við næstu innkaup, væri að mati SÍ ekki ráðlegt að fjölga samningsaðilum. Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur fram að eftirlitið telji að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður þess að ekki hafi verið gerður samningur við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Í tilmælum eftirlitsins fólst að útboð á almennri myndgreiningarþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa og/eða við ákvörðun um innkaup eða greiðsluþátttöku á slíkri þjónustu hafi þau skýru markmið að efla samkeppni á markaðnum. Í því felist meðal annars að ný fyrirtæki sem uppfylli málefnaleg skilyrði og bjóði samkeppnishæft verð og þjónustu eigi sem greiðustu leið inn á markaðinn. Þann 1. janúar á næsta ári eiga nýir samningar við við myndgreiningarfyrirtæki að taka gildi og þá verður væntanlega ljóst hvort Intuens hafi verið boðinn samningur við sjúkratryggingar vegna greiðsluþátttöku í myndgreiningarþjónustu. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við sjúkratryggingar, Læknisfræðileg myndgreining ehf (Röntgen Domus), Myndgreining Hjartaverndar ehf. og Íslensk myndgreining ehf. (Röntgen Orkuhúsið).
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29