Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 13:15 Kristján Berg segir: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ vísir/vilhelm Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“ Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“
Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira