„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2024 20:04 Daníel Hjálmtýsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, sem á heiðurinn af verkefninu um „Fróðleiksfúsa“. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja. Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira