Lítil samkeppni milli raftækjarisa Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 09:12 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, en þau standa vaktina fyrir neytendur. vísir/arnar Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara. Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara.
Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira