Lífið

Ljótur skúr í mið­bænum nú lítið glæsihús

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jón gerði magnaða hluti við skúrinn.
Jón gerði magnaða hluti við skúrinn.

Lúin útigeymsla í miðbæ Reykjavíkur er nú orðin að glæsilegu rúmlega 28 fermetra smáhýsi. Fjölmiðla-, athafna- og listamaðurinn Jón Kaldal umbreytti smáhýsinu.

Jón  keypti þakíbúð á Njálsgötunni. Með henni fylgdi óhrjálegur skúr í bakgarðinum sem hann tók algerlega í gegn. Í dag er þetta orðið flott nútímalegt hús í einstaklega stílhreinum arkitektúr sem er eins og skúlptúr í bakgarðinum.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þetta einstaka hús. Horfa má á innslagið hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×