Íslenski boltinn

Komið í veg fyrir flest mörk allra: „Það sem þú vilt sjá frá mark­verðinum þínum“

Íþróttadeild Vísis skrifar
Árni Marinó Einarsson hefur leikið vel fyrir ÍA í sumar.
Árni Marinó Einarsson hefur leikið vel fyrir ÍA í sumar. vísir/diego

Árni Marinó Einarsson hefur átt gott sumar í marki ÍA í Bestu deildinni. Hann fékk hrós frá Atla Viðari Björnssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

Árni hefur samkvæmt tölfræðinni komið í veg fyrir flest mörk allra markvarða í Bestu deildinni í sumar, eða 4,5. Hann tryggði ÍA til að mynda stig gegn Fram með frábærri vörslu undir lok leiks.

Atli Viðar hefur hrifist af frammistöðu Árna í sumar og hrósaði honum þegar hann fór yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar í Besta sætinu.

„Hann byrjaði mótið vel á móti Val í 1. umferð þar sem hann var flottur og kom í veg fyrir stærra tap sinna manna,“ sagði Atli Viðar.

„Síðan komu 1-2 leikir þar sem manni leist ekkert alltof vel á hann en síðan hefur hann stigið upp og þessi varsla upp á Framvelli um daginn var stórgóð og stigavarsla; eitthvað sem þú vilt sjá frá markverðinum þínum, að hann standi undir stigum hér og þar.“

ÍA er í 5. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig eftir níu leiki.

Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×