Viðskipti innlent

Þrír nýir stjórn­endur hjá Festi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gísli Bjarnason, Andri Kristinsson og Sandra Björk Björnsdóttir.
Gísli Bjarnason, Andri Kristinsson og Sandra Björk Björnsdóttir. Aðsend

Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Andri kemur til Festi frá Arion banka þar sem hann hefur starfað frá árinu 2016 á fjármála- og áhættustýringarsviði, síðast sem forstöðmaður áhættueftirlits. Fyrir þann tíma, eða á árunum 2009 – 2016, starfaði Andri hjá endurskoðunarskrifstofunni PwC á Íslandi við endurskoðun, uppgjör, rekstrarráðgjöf og rannsóknarvinnu. Andri er með B.sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun M.acc frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Gísli kemur til Festi frá Greiðslumiðlun en starfaði áður sem deildarstjóri viðskiptagreindar hjá Sýn á árunum 2021-2022. Á árunum 2004 – 2020 starfaði Gísli hjá Össuri og Norvik/Kaupás/Festi við þróun á fjárhags- og viðskiptagreindarkerfum félaganna og hefur því gríðarlega reynslu á þessu sviði. Gísli er með B.sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Sandra Björk Björnsdóttir tók við stöðu forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu í október 2023 en hún hóf störf á fjármálasviði Festi í maí 2020 sem sérfræðingur í reikningsskilum og samstæðureikningsskilum á uppgjörssviði. Á árunum 2005 – 2020 starfaði Sandra sem sérfræðingur hjá Icelandair Group á fjármálasviði við uppgjör og samstæðuuppgjör fyrir félögin innan Icelandair Group samstæðunnar. Sandra er með B.sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Innan Festi starfar stór samhentur hópur fólks með mikla reynslu og sérþekkingu, hvert á sínu sviði. Við erum gríðarlega ánægð með að fá þessa öflugu stjórnendur til liðs við okkur. Þekking þeirra og reynsla mun nýtast vel innan okkar sterka teymis til að ná fram enn betri árangri fyrir félögin okkar öll, þ.e. N1, Krónuna, ELKO, Bakkann Vöruhótel og Yrki eignir,“ er haft eftir Magnúsi Kr. Ingassyni, framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Festis í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×