Erika Nótt heldur leyndarmálinu þétt að sér fyrir kvöldið stóra Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 08:31 Erika Nótt stígur inn í hringinn í kvöld á Icebox fyrir framan troðfullt íþróttahús í Kaplakrika. Vísir/Einar Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks sautján ára Norðurlandameistari okkar Íslendinga í hnefaleikum, Erika Nótt en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir Icebox sem hefur fest sig rækilega í sessi sem árlegur og stór íþróttaviðburður hér á Íslandi. Búast má við því að hvert sæti verði þétt skipað í Kaplakrika. Á aðalhluta kvöldsins eru á dagskrá fimm bardagar þar sem að hnefaleikafólk frá Íslandi mætir hnefaleikafólki frá Noregi. Erika Nótt, sem varð Norðurlandameistari í hnefaleikum fyrr á árinu er ein þeirra sem stígur inn í hringinn. Hún þekkir það vel að keppa fyrir Íslands hönd og gerir það enn á ný á morgun „Mér líður ótrúlega vel og í sannleika sagt held ég að mér hafi aldrei liðið jafn vel haldandi inn í bardaga á Icebox,“ segir Erika Nótt. „Við erum auðvitað nýkomin aftur til Íslands frá Írlandi þar sem að við vorum í æfingabúðum. Þannig að undirbúningurinn hefur verið mjög góður og mér er búið að líða ótrúlega vel.Þetta eru alveg sex vikur sem maður hefur varið í undirbúning fyrir þetta kvöld. Þrjár til sex vikur af morgunæfingum og sprettum og svo fengum við náttúrulega að halda í þessa Írlandsferð. Erika Nótt og fleira íslenskt hnefaleikafólk hélt til Írlands á dögunum þar sem æft var við bestu aðstæður við Crumlin hnefaleikafélaginu undir stjórn hins margreynda þjálfara Phil Sutcliffe sem er meðal annars hnefaleikaþjálfari Conor McGregor sem er án efa stærsta nafnið í heimi bardagaíþróttanna um þessar mundir „Þar gat ég æft með og reynt á mig á móti nokkrum af fremstu hnefaleikakonum Írlands. Það var frábær reynsla fyrir mig og eitthvað sem var mjög kærkomið. Þar var ég að æfa með sex mismunandi hnefaleikakonum sem standa mjög framarlega. Það æfa varla sex stelpur hnefaleika hér heima á Íslandi. Þetta var því mjög gott.“ Erika Nótt er Norðurlandameistari í hnefaleikum og gífurlega öflug hnefaleikakonaVísir/Einar Erika þekkir það vel að keppa í hnefaleikum fyrir Íslands hönd og varð hún, eins og tæpt var á hér ofar í greininni, Norðurlandameistari í greininni fyrr á árinu. Segja má að Erika muni einnig keppa fyrir Ísland í kvöld en líkt og aðrir íslenskir hnefaleikakappar á Icebox mætir hún norskum andstæðingi. „Að ná að gera eitthvað svona fyrir Ísland. Eins og að vinna Norðurlandamótið. Eitthvað sem Íslendingur hefur aldrei gert áður í hnefaleikum. Það er ótrúlegt að ná að gera eitthvað svona fyrir landið. Það verður svipuð tilfinning sem að umlykur mann í kvöld. Við erum að einhverju leiti fulltrúar Íslands í hringnum. Það er svo geggjuð tilfinning sem því fylgir.“ Stemningin á ICEBOX sé engri lík. „Ég elska stemninguna á Icebox. Ég hef aldrei keppt á bardagakvöldi þar sem að er jafnmikil stemning og á Icebox. Ég er með geggjað plan í höndunum. Meira að segja fyrir gönguna í átt að hringnum. Ég tek því ekki af einhverri léttúð. Ég er bara ótrúlega spennt fyrir kvöldinu. Stemningin peppar mig ekkert eðlilega mikið.“ Klár í slaginnVísir/Einar Það er væntanlega bara háleynilegt hvað þú ætlar að bjóða upp á í göngu þinni í hringinn? „Algjört leyndarmál. Það verður ekkert djók.“ En hvernig kom það til að Erika Nótt færi að æfa hnefaleika? „Ég æfði fullt af íþróttum þegar að ég var yngri. Fimleika og dans til að mynda en fann mig einhvern veginn aldrei í því. Ég prófaði hnefaleika. Var nú ekki góð að boxa til að byrja með en fannst þetta svo ótrúlega gaman. Það voru ekki margir að æfa þessa íþrótt og hún var kannski ekkert það þekkt á Íslandi á þeim tíma. Þetta er bara svo ótrúlega gaman. Ég bjóst ekki við því fyrir sex eða sjö árum síðan að þetta væri það sem að ég væri að stunda daginn út og inn. En hér er ég. Ég elska þetta.“ Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Sjá meira
Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir Icebox sem hefur fest sig rækilega í sessi sem árlegur og stór íþróttaviðburður hér á Íslandi. Búast má við því að hvert sæti verði þétt skipað í Kaplakrika. Á aðalhluta kvöldsins eru á dagskrá fimm bardagar þar sem að hnefaleikafólk frá Íslandi mætir hnefaleikafólki frá Noregi. Erika Nótt, sem varð Norðurlandameistari í hnefaleikum fyrr á árinu er ein þeirra sem stígur inn í hringinn. Hún þekkir það vel að keppa fyrir Íslands hönd og gerir það enn á ný á morgun „Mér líður ótrúlega vel og í sannleika sagt held ég að mér hafi aldrei liðið jafn vel haldandi inn í bardaga á Icebox,“ segir Erika Nótt. „Við erum auðvitað nýkomin aftur til Íslands frá Írlandi þar sem að við vorum í æfingabúðum. Þannig að undirbúningurinn hefur verið mjög góður og mér er búið að líða ótrúlega vel.Þetta eru alveg sex vikur sem maður hefur varið í undirbúning fyrir þetta kvöld. Þrjár til sex vikur af morgunæfingum og sprettum og svo fengum við náttúrulega að halda í þessa Írlandsferð. Erika Nótt og fleira íslenskt hnefaleikafólk hélt til Írlands á dögunum þar sem æft var við bestu aðstæður við Crumlin hnefaleikafélaginu undir stjórn hins margreynda þjálfara Phil Sutcliffe sem er meðal annars hnefaleikaþjálfari Conor McGregor sem er án efa stærsta nafnið í heimi bardagaíþróttanna um þessar mundir „Þar gat ég æft með og reynt á mig á móti nokkrum af fremstu hnefaleikakonum Írlands. Það var frábær reynsla fyrir mig og eitthvað sem var mjög kærkomið. Þar var ég að æfa með sex mismunandi hnefaleikakonum sem standa mjög framarlega. Það æfa varla sex stelpur hnefaleika hér heima á Íslandi. Þetta var því mjög gott.“ Erika Nótt er Norðurlandameistari í hnefaleikum og gífurlega öflug hnefaleikakonaVísir/Einar Erika þekkir það vel að keppa í hnefaleikum fyrir Íslands hönd og varð hún, eins og tæpt var á hér ofar í greininni, Norðurlandameistari í greininni fyrr á árinu. Segja má að Erika muni einnig keppa fyrir Ísland í kvöld en líkt og aðrir íslenskir hnefaleikakappar á Icebox mætir hún norskum andstæðingi. „Að ná að gera eitthvað svona fyrir Ísland. Eins og að vinna Norðurlandamótið. Eitthvað sem Íslendingur hefur aldrei gert áður í hnefaleikum. Það er ótrúlegt að ná að gera eitthvað svona fyrir landið. Það verður svipuð tilfinning sem að umlykur mann í kvöld. Við erum að einhverju leiti fulltrúar Íslands í hringnum. Það er svo geggjuð tilfinning sem því fylgir.“ Stemningin á ICEBOX sé engri lík. „Ég elska stemninguna á Icebox. Ég hef aldrei keppt á bardagakvöldi þar sem að er jafnmikil stemning og á Icebox. Ég er með geggjað plan í höndunum. Meira að segja fyrir gönguna í átt að hringnum. Ég tek því ekki af einhverri léttúð. Ég er bara ótrúlega spennt fyrir kvöldinu. Stemningin peppar mig ekkert eðlilega mikið.“ Klár í slaginnVísir/Einar Það er væntanlega bara háleynilegt hvað þú ætlar að bjóða upp á í göngu þinni í hringinn? „Algjört leyndarmál. Það verður ekkert djók.“ En hvernig kom það til að Erika Nótt færi að æfa hnefaleika? „Ég æfði fullt af íþróttum þegar að ég var yngri. Fimleika og dans til að mynda en fann mig einhvern veginn aldrei í því. Ég prófaði hnefaleika. Var nú ekki góð að boxa til að byrja með en fannst þetta svo ótrúlega gaman. Það voru ekki margir að æfa þessa íþrótt og hún var kannski ekkert það þekkt á Íslandi á þeim tíma. Þetta er bara svo ótrúlega gaman. Ég bjóst ekki við því fyrir sex eða sjö árum síðan að þetta væri það sem að ég væri að stunda daginn út og inn. En hér er ég. Ég elska þetta.“ Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Sjá meira