Lífið

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Margrét og Ísak tilkynntu á samfélagsmiðlum að þau eiga von á sínu öðru barni saman.
Margrét og Ísak tilkynntu á samfélagsmiðlum að þau eiga von á sínu öðru barni saman. Skjáskot/Margrét

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Parið greindi frá gleðitíðind­un­um í færslu á In­sta­gram og til­kynntu að þau ættu von á stúlku. 

„Stóri bróðir,“ skrifaði Margrét við myndina þar sem má sjá Bjarna litla umkringdan bleiku konfettí-skrauti sem gefur til kynna að um stúlku sé að ræða.

Margrét og Ísak trúlofuðu sig 16. desember 2022 og er óhætt að segja að lífið leiki við þau.

Mar­grét er elsta dótt­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar forsætisráðherra og Þóru Mar­grét­ar Bald­vins­dótt­ur inn­an­húss­ráðgjafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×