Fótbolti

Martínez dreymir um Ólympíugull en Aston Villa meinar honum þátt­töku

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Emiliano Martinez er aðalmarkvörður argentínska landsliðsins og væri til í að vera einn af þremur útvöldum eldri en 23 ára leikmönnum sem tekur þátt á Ólympíuleikunum.
Emiliano Martinez er aðalmarkvörður argentínska landsliðsins og væri til í að vera einn af þremur útvöldum eldri en 23 ára leikmönnum sem tekur þátt á Ólympíuleikunum. Ira L. Black/Getty Images

Markverði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, Emiliano Martinez, dreymir um gullverðlaun með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum en segir félagið standa í vegi fyrir för hans til Parísar.

Martinez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu árið 2022 og mun taka þátt í titilvörn þeirra á Copa America. Það er þó óvíst hvort hann megi taka þátt á Ólympíuleikunum síðar í sumar.

Martinez var valinn besti markmaður mótsins á HM 2022 í Katar og fagnaði dátt þegar gullhanskinn var afhentur.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

„Ég vil spila á Ólympíuleikunum, en fæ því ekki ráðið sjálfur. Félagið hefur bannað mér það margoft. Ég hef alltaf sett argentínska landsliðið í fyrsta sæti og mun þræta við félagið ef ég þarf. Mikilvægast af öllu er Copa America, svo Ólympíuleikarnir, mig dreymir um gull,“ sagði Martinez í samtali við argentínska fjölmiðilinn TyC Sports.

Aston Villa hefur þegar bannað Lucas Digne og Moussa Diaby að taka þátt á Ólympíuleikunum með franska landsliðinu.

Ólympíuleikarnir í fótbolta verða frá 26. júlí til 9. ágúst. Enska úrvalsdeildin hefst 17. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×