Porzingis klár í kvöld og spenntur fyrir úrslitaeinvígi gegn gömlu félögunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 21:30 Kristaps Porzingis hefur misst af nánast allri úrslitakeppninni en er klár í slaginn fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Kristaps Porzingis var eitt sinn vonarstjarna Dallas Mavericks. Það ævintýri gekk ekki upp og nú leikur hann til úrslita gegn liðinu með nýjum félögum sínum í Boston Celtics. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en verður klár í kvöld fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira