Sport

Hitaði upp fyrir EM með því að slá Ís­lands­metið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppir á EM í frjálsum íþróttum á sunnudaginn.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppir á EM í frjálsum íþróttum á sunnudaginn. @ELISABET0

Elísabet Rut Rúnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á bandaríska háskólameistaramótinu í Eugene í Oregon í gær.

Elísabet kastaði 70,47 metra og bætti Íslandsmet sitt frá því í lok mars um 0,14 metra. Hún hefur bætt Íslandsmetið þrisvar sinnum á þessu tímabili.

Ekki nóg með að Elísabet hafi bætt Íslandsmetið í gær heldur tryggði kastið henni sigur á mótinu.

Elísabet heldur nú til Rómar þar sem hún tekur þátt á EM. Hún keppir í sleggjukastskeppninni á sunnudaginn ásamt Guðrúnu Karítas Hallgrímsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×