Ákall eftir náttúrufræðikennurum Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar 10. júní 2024 08:00 Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar