Gæti orðið að Gísla á Uppsölum ef hún ögrar sér ekki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júní 2024 07:00 Fjölmiðlakonan, ævintýrakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Vísir/Einar „Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta,“ segir fjölmiðlakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir um Grænlandsævintýri sitt. Hún ræddi við blaðamann um viðburðaríkan feril sinn, lífið og tilveruna, ævintýraleg áhugamál, náttúruást og margt fleira. Ábyrgðarhokinn unglingur Guðrún Sóley er góðkunnug mörgum af skjánum og á að baki margra ára reynslu í fjölmiðlum. Hún fer sínar eigin leiðir í lífinu, hefur gengið á Kilimanjaro og Machu Picchu, farið í tíu daga kajakferð um Grænland, hefur óbilandi ástríðu á fólki, er laumu rapphundur, leggur hart að sér og er í stöðugri leit að góðum millivegi vinnusemis og sjálfsmildis. „Ég er alin upp í vesturbænum og ég er smá klisjuskunkur að því leytinu til að ég fór í vesturbæjarskóla, MR og Háskóla Íslands. Í háskólanum lærði ég bókmenntafræði og það var í raun einn stærsti munaður sem ég hef leyft mér. Maður á það til að taka sig svolítið hátíðlega, allavega ég. Ég var rosalega ábyrgðarhokinn unglingur og ég tók lífinu bara mjög alvarlega lengi framan af. Það var rosalegt flipp fyrir mér að fara í bókmenntafræði í háskólanum því ég hafði rosalega ástríðu fyrir því en það var kannski ekki það hagnýtasta sem ég gat hugsað mér að læra.“ Guðrún Sóley naut sín vel í bókmenntafræðinni og segist með aldrinum ná að sleppa hömlunum meira. Vísir/Einar Aldrei þroskast upp úr galsagangi Guðrún segist hugsa hlýlega til þeirra ára. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími, ég var með frábæra kennara, fékk mikinn innblástur og hlakkaði til þess að fara í skólann á hverjum degi.“ Sem barn segist Guðrún Sóley hafa verið glaðlynd og er það enn í dag. „Sterkir persónueiginleikar sem hafa alltaf fylgt mér held ég að séu jákvæðni og áráttukenndur galsagangur. Ég hef einhvern veginn aldrei þroskast upp úr því. Ég hef alveg reynt að vera þögla sterka týpan en mér mistekst alltaf,“ segir hún og hlær. Hún hefur alla tíð verið virk, byrjaði fjögurra ára gömul að æfa ballett og spila á píanó og iðkaði það fram að unglingsárunum. Í MR fór Guðrún Sóley í Morfís og var það mótandi ákvörðun. Hún segir skiptar skoðanir á Morfís en sjálfri fannst henni það mjög gagnlegt. „Þar lærði ég að setja mig í spor annarra, þar lærði ég að hugsa hlutina út frá tveimur mismunandi vinklum og neyðast til þess að tileinka mér skoðun sem var kannski ekki mín eigin, sem ég held að hafi bara verið hollt. Ég fékk líka sjálfstraust og stemningu í gegnum þetta.“ Hugsanlega þrá fyrir uppreisn Á þeim tíma var ekki mikið af konum í Morfís en segist Guðrún Sóley muna eftir logandi kyndlum á borð við Ingu Lind Karlsdóttur og Þórunni Elísabetu Bogadóttur. „Þær voru svo geggjaðar en það voru vissulega ekki margar konur í þessu. Ég man bara eftir að hafa séð myndbönd af ræðukeppnum í tíma í grunnskóla. Það gerðist eitthvað innra með mér, mér fannst þetta svo magnað og dásamlegt. Kannski er það að vera svona ótrúlega ábyrgur krakki, að sjá þennan vettvang þar sem var svolítið hægt að dólgast, prakkarast og vera með töffarastæla, það höfðaði eitthvað til mín.“ Guðrún Sóley átti sömuleiðis leynda hlið á unglingsárunum. „Ég var algjör rapphundur. Ég átti minidisk spilara sem var stútfullur af gangster rappi. Ég dýrkaði Rottweiler hunda, ég kann allan þeirra bálk utanbókar og ég kunni allt íslenskt rapp. Ég fékk útrás fyrir eðlilega unglingahegðun með því að hlusta á rapp. Þannig að svona prakkaraskapur höfðaði mjög mikið til mín. Svo er það ekki fyrr en seinna meir sem maður áttar sig á því að sem stelpa hafði maður ekki mikið rými til að vera með óhefta tjáningu, smá töffarastæla, dólg og taka sér pínulítið pláss í umræðu. Maður gat verið í ballett og spilað á píanó en það var ekki mikið pláss fyrir hitt. Hugsanlega var þetta einhvers konar þrá fyrir uppreisn.“ Guðrún Sóley segist hafa fengið smá uppreisnar útrás í ræðukeppnunum.Vísir/Einar Reynir að loka sem fæstum dyrum Guðrún Sóley segir vinkonuhóp sinn alla tíð hafa verið mjög mótandi. Þó að hún hafi tekið lífinu svolítið alvarlega einkenndist hópurinn af skapandi og kátum krökkum. „Við tókum meðal annars þátt í skrekk í 10. bekk og unnum, það var alveg rosa stórt og efldi sjálfstraustið. Ég er rosalega örlagatrúar og ég hef rosa oft hugsað hvað ef ég hefði lent í hinum bekknum í grunnskóla, hvað ef ég hefði vingast við einhvern annan í frímínútum, mér finnst litlu ákvarðanirnar geta haft svo ótrúlega mikið að segja fyrir framhaldið. Pabbi minn kenndi mér mjög snemma að reyna alltaf að taka ákvarðanir fyrir líf sitt sem að loka sem fæstum dyrum, reyna að halda eins mörgum möguleikum opnum eins lengi og hægt er. Auðvitað þarf maður að taka ákvarðanir á vissu stigi en ég hef reynt að velja braut sem lokar engum dyrum fyrir mann ef maður mögulega getur. Ég hef svolítið fylgt þessu í lífinu því ég þekki hvað það getur tekið vonda stefnu og verið sjúklega handahófskennt. Ég trúi því líka að þetta líf sé eitt stórt kaos og ein stór tilviljun og það besta sem við getum gert er að láta okkur fljóta með og kannski vera pínu næs í leiðinni hvort við annað. Við erum allt einhver krumpuð lítil börn í fullorðinslíkömum að reyna að gera okkar besta og þá finnst mér meika sens að reyna að vera næs. Minn þroski hefur verið svolítið öfugsnúinn að því leyti að eftir því sem ég eldist leyfi ég mér meira að sleppa af mér hömlunum og vera ég sjálf og vera bara galsapulsa af því að það er mitt eðli.“ Guðrún segir þroskann sinn öfugsnúginn að því leytinu til að hún leyfir sér meiri galsagang og sleppir tökum á hömlum með aldrinum.Vísir/Einar „Vil frekar vera vanmetin en ofmetin“ Sjálfsefi er gjarnan órjúfanlegur hluti af tilverunni og segist Guðrún Sóley hafa náð að fjarlægja sig frá áliti annarra. „Ég hef kannski verið svolítið hrædd um það í fortíðinni að maður sé vitsmunalega vanmetinn ef maður leyfir að skína í gleði, galsa og léttleika. En þá verður fólk að vera þeirrar skoðunar og vanmeta mann vitsmunalega. Þá vil ég frekar vera vanmetin heldur en ofmetin og geta komið fólki skemmtilega á óvart í samhengi. Ég sjálf kýs að vanmeta fólk ekki þrátt fyrir glaðlyndi eða þrátt fyrir að það þori að vera í léttleikanum sínum, mér finnst það þvert á móti vera til vitnis um sjálfstraust og innri kjarna sem fólk þorir að standa með. Oft er það að leika sjúklega þungu alvörugefnu týpuna merki um óöryggi þó að það þurfi auðvitað ekki að vera það. Við erum öll ólík en fyrir mína parta finnst mér meiri glóra í því eftir því sem ég verð eldri að leyfa mér að haga mér í takt við raunverulegan persónuleika minn, léttleika og gleði.“ Leitar að millivegi vinnusemis og sjálfsmildis Guðrún Sóley segist vera af kynslóð sem metur vinnusemi og dugnað rosa mikið og var það snemma móta í henni. „Það eru grunngildi mín. Maður á að leggja hart að sér og maður á að vanda sig, þú færð ekkert í þessu lífi nema að leggja á þig einhver erfiði. Þetta eru rosa góð gildi og ég reyndar lifi mikið samkvæmt þeim. Mér finnst raunverulega iðjusemi og vinnusemi vera dyggð. Ég líka fæ það mikið út úr því að skila af mér vel unnu verki að ég held að ég muni aldrei losna við þá pínulitlu áráttu. En að sama skapi hefur lífið kennt mér að það að tigna og hylla sjálfspíningu og sjálfshörku skilar rosa takmörkuðu til langs tíma. Við lifum á tímum þar sem er rosa mikið um kulnun og útbrennslu þannig að ég held að það myndi gagnast okkur betur að sýna okkur aðeins meira mildi.“ Í beinu framhaldi segist Guðrún Sóley vera smá mótsagnakennd. „Ég þarf líka að kalla mig út fyrir smá hræsni. Mér finnst sjálfkrafastillingin hjá ungu fólki og mörgum öðrum gjarnan vera sjálfsmildi. Hér er ég og ég hugsa fyrst og fremst um sjálfa mig, að gæta mín og mér finnst stundum skorta smávegis það að vilja leggja eitthvað á sig, að vera tilbúin að setja inn smá vinnu til þess að síðar njóta afrakstursins á því. Ég leyfi því líka aðeins að fara í taugarnar á mér, skort á vinnusemi, dugnaði og langtímahugsun, að þú þurfir stundum að þjálfa þig í einhverju til þess að verða góður í því, að einhver færni sé þess virði að þú mætir í tímana og leggir inn vinnuna. Ég hræðist þetta líka, ég veit ekki hvar millivegurinn á milli vinnuseminnar, iðju og dugnaðar og svo heilbrigðs sambands við sjálfa sig með eðlilegu mildi og hvíld inn á milli er. Ég er að reyna að finna það og ég skal finna milliveginn einhvern tíma,“ segir Guðrún Sóley kímin. Guðrún Sóley segist stöðugt leita að millivegi mikillar vinnusemis og sjálfsmildis.Vísir/Einar Mestu forréttindin að fá að heyra sögur fólks Guðrún Sóley segist alla tíð hafa haft áráttukenndan áhuga á fólki sem varð kveikjan að fjölmiðlaferlinum. „Ég raunverulega týni mér í því að velta fyrir mér samskiptum fólks, orðalagi, persónueinkennum, líkamstjáningu, míkró svipbrigðum, hvernig við búum til tengsl hvort við annað, hvað tengsl eru mikilvæg, hvernig við komum fram og alls konar falin atriði í framkomu og samskiptum fólks. Það er smæsta byggingareiningin í samfélagi og það gerir það að verkum að ég hef ofboðslegan áhuga á samfélagi, samskiptum fólks og sögum. Ég hef alltaf lesið mikið og þetta gerði það að verkum að ég fékk áhuga á því að skrifa. Mér finnst sjúklega heillandi að með blaðamannapassa þá fái maður aðgang að sögum fólks og ég fái að setjast niður með manneskju og heyra hana tjá sig. Mér finnst það brjálæðislega fallegt og mér finnst það ein mesta gæfa og mestu forréttindi sem hægt er að hafa, af því að ég er á þeirri skoðun að allar manneskjur eru áhugaverðar, punktur. Það er fullyrðing sem ég stend og fell með. Ef þér finnst einhver manneskja óáhugaverð þá er það vegna þess að þú hefur ekki gefið henni séns eða lagt nógu vel við hlustir. Það varð bara rökrétt út frá þessu öllu saman að ég fór að hugsa hvernig get ég skrifað? Mér fannst blaðamennska aðdáunarverð og heima hjá mér var alltaf hlustað og horft á fréttir og blöðin keypt. Þannig að ég átti mér alltaf þann draum að verða blaðamaður og þegar að ég var í háskóla fékk ég tækifæri til þess hjá Mogganum sem var frábær skóli.“ Guðrún Sóley hefur komið víða að í fjölmiðlaheiminum.Vísir/Einar Svaf ekki fyrir fyrsta pistilinn á prenti Eftir það varð Guðrún Sóley ritstjóri Stúdentablaðsins og jók það enn meiri áhuga á fjölmiðlamennsku. „Fyrstu árin í blaðamennskunni upplifði ég gríðarlega spennu sem ég held að sé varla eðlileg. Ég gleymi því ekki að ég svaf ekki fyrstu nóttina áður en að fyrsta greinin mín birtist í blaðinu, sem var einhver pínulítill moli. Það var eitthvað sem ég hafði skrifað sem birtist á prenti og ég vakti þangað til að ég heyrði blaðberann koma með blaðið. Mér fannst bara stórkostlegt að sjá mín skrif á prenti. Ég fæ alveg sjúklega mikið út úr því að fá að skrifa eitthvað, segja sögu einhvers og mikilvægast af öllu að fara vel með það. Af því að ég er hýper meðvituð um virðinguna sem ég verð að bera til manneskjunnar sem ég tala við og traustið sem mér er sýnt með því að einhver segi mér söguna sína. Þannig að ég verð að vanda mig og það er ekkert annað í boði, ég verð að fara vel með þetta traust sem mér er sýnt.“ Mikilvægt að passa að vinnan gleypi mann ekki Þegar að Guðrún Sóley sá auglýst sumarstarf á fréttastofu Rúv hikaði hún ekki við að sækja um. Við tók krefjandi umsóknarferli sem endaði á að hún fékk vinnuna. „Vá hvað ég ætlaði að sanna mig. Ég trúði varla að ég hefði fengið vinnu á Rúv því það var æskudraumur hjá mér. Ég elst upp hjá eldri foreldrum og það var alltaf Gufan og kvöldfréttir á Rúv á hverju kvöldi og ekkert múður.“ Við tók gríðarleg vinna, næturvaktir yfir jólin og fleira lærdómsríkt. „Þetta er allt saman einkaþjálfun í fjölmiðlamennsku og að fjalla um allt milli himins og jarðar.“ Eftir það fór Guðrún Sóley að vinna í útvarpinu þar sem hún kynntist meðal annars Gísla Marteini. „Hann er mikill vinur minn og áhrifavaldur í mínu lífi. Sömuleiðis vann ég að morgunútvarpinu með Sigmari Guðjón og Aðalsteini Kjartanssyni, fer þaðan í Menninguna og að lokum í Kastljósið. Ég er búin að vera í ellefu ár í Efstaleitinu sem er frekar sturlað. Ég tala um að leggja inn vinnuna og ég er alveg búin að gera það. Ég hef unnið mjög margar klukkustundir og ég dýrka það, ég nýt mín virkilega vel en maður þarf líka að fara varlega og láta vinnuna ekki alveg gleypa sig og eiga sér eitthvað líf utan vinnuna.“ Guðrún Sóley segir mikilvægt að passa að eiga líf utan vinnu en hún hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu.Vísir/Einar Útivist hennar slökun Áhugamál eða öllu heldur ástríða Guðrúnar Sóleyjar snýr að útivist. „Það er mín algjörlega mín slökun. Útivist, hvort sem það er kajak, fjallgöngur eða annað, það er hleðslan mín, það er hvíldin mín, það er kvíðalyfið mitt, það er allt gott í þessum heimi. Ég verð bara svo óbærilega klisjukennd þegar að ég byrja að tala um þetta. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé með eitthvað óeðlilega stillt skynfæri en það er raunverulega þannig að þegar ég er úti í náttúru, þegar að ég þreifa á grasi eða trjáberki eða dýfi hönd ofan í sjó þá sefast taugakerfið, öll hugsun skýrist og lífið verður léttara. Ég tilbið náttúru og útivist og það er svo ótrúlega margt gott sem það hefur í för með sér. Maður kynnist fólki sem hefur sambærilega forgangsröðun og svipuð gildi í lífinu og sér tilgang í þessu brölti, að hlaða kajak með vistum og öllu, róa og tjalda í misjöfnu veðri.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Grænlandsferð sem gjörbreytti lífinu Guðrún Sóley hefur sannarlega sótt í mörg ævintýrin. „Ég var í fjallgöngum mest framan af, þá fór ég til dæmis á Kilimanjaro og Machu Picchu með pabba mínum sem var yndislegt og rosa miklar gæðastundir. Svo tók kajakinn við og mesta ævintýri lífs míns er kajak ferð sem ég fór í síðasta sumar þar sem við rérum í tíu daga eftir austurströnd Grænlands með allt í bátunum. Við vorum með tjöldin og allt í bátunum og vorum algjörlega sjálfbær í þeirri einingu í tíu daga. Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta. Ég var að skora sjálfa mig svakalega á hólm að fara ein ásamt sex öðrum. Þetta var líkamlega mjög erfitt og krefjandi. Brjálaður mótvindur, kalt og blautt allan tímann, það voru ísbirnir í nágrenninu þannig að við þurftum að vaka á næturnar og vakta tjaldsvæðið.“ Djúp tragískt að sjá aðstæður fólks Andlega tók ferðalagið sömuleiðis mikið á Guðrúnu Sóleyju. „Að sjá grænlensk pínulítil sveitaþorp í því sem almennt er talið vanþróaðri hluti Grænlands var bara djúp tragískt. Að verða vitni að aðstæðum fólks þar var mjög erfitt, kringumstæður barnanna og vitneskjuna um að það er engin heilsugæsla þar, mjög takmarkað heilbrigðiseftirlit, engin ungbarnagæsla eða fylgd með heilsu barna, stífluð klóök og rotþrær, það eru ekki vatnsleiðslur í húsin. Það er svo fríkað að ég er þarna í guðdómlegustu náttúru heims, ég er að róa meðal tvöhundruð ára gamalla ísjaka og hlusta á sinfóníu í dropunum, ég sé hvali stökkva og fugla og seli og þetta er alsæla í mínum huga. En alltaf skal manneskjan einhvern veginn ná að búa til kringumstæður sem varpa skugga á alsæluna sem maður finnur úti í náttúrunni. Þannig að ég held að ég sé hratt og bítandi að breytast í einhvern einbúa. Ég raunverulega fletti því upp um daginn hvort að vitavarsla væri ennþá starf, sem það er ekki,“ segir Guðrún Sóley kímin og bætir við: „Af því að ég elska einveru og ég dýrka að vera ein með sjálfri mér.“ Guðrún Sóley hefur brennandi áhuga á fólki þegar hún er í vinnunni en þykir gott að vera í einveru í frítímanum. Vísir/Einar „Algjör sökker fyrir ástinni“ Blaðamaður spyr Guðrúnu Sóleyju hvort hún hafi alltaf leitað í einveruna og hvort hún hafi alltaf verið einhleyp. „Nei, ég hef verið í þremur langtíma samböndum en er einhleyp núna. Það eru mörg ár síðan ég hef verið í opinberu sambandi og ég leyfi mér að vera frekar prívat með mitt einkalíf. En ég er samt sem áður algjör sökker fyrir ástinni og tengslum á milli fólks. Það að finna sér félaga í lífinu, manneskjuna sína, er mikilvægt. Sömuleiðis er vinátta ómetanleg. Við fæðumst inn í eina fjölskyldu og svo býr maður sér til aðra með vinum. Ég er rosalega metnaðarfull í vináttu vil ég meina. Ég rækta vini mína gríðarlega, legg mig mjög fram við að gleðja þá, koma á óvart, fagna áföngum og rækta tengsl. Makar koma og fara, allavega sumir, en vinir eru að eilífu ef maður býr um réttu hnútana.“ Grænlandsferðin jók sem áður segir aðeins meira á þörf Guðrúnar Sóleyjar til að vera ein og fjarlægja sig stundum frá samveru. „Ég og Siggi Gunnars kollegi minn stofnuðum félag einrænna extroverta. Fólk skynjar okkur og gerir ráð fyrir því að við séum sólgin í partý og félagsskap. Við erum hress á vinnutíma og þegar að við erum að umgangast annað fólk sýnum við okkar félagslyndustu hliðar en við erum bæði þannig að þegar að heim er komið þá viljum við frið, ró, kyrr og næði. Þetta getur auðvitað verið hrópandi mótsögn við manneskjuna sem birtist fólki þegar að maður er í gír. Ég elska ekkert meira en að vera ein með sjálfri mér og mínum hugsunum. Mér líður eiginlega alltof vel þannig, ég þarf að skora mig á hólm svolítið til þess að fara út á kvöldin. Ég gef mig alla í vinnuna en svo kem ég heim eftir vinnu og þá er stundum enginn veraldlegur kraftur sem getur dregið mig út fyrir hússins dyr. Ég á mér ekkert samkvæmislíf.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Aldrei skilið lögmál djammsins Guðrún Sóley hefur aldrei tengt við djammið og hefur bara smakkað kampavín við mjög ákveðin tilefni. „Djammið hefur aldrei verið í mínum þægindaramma. Mér finnst ótrúlega gaman að vera í góðum félagsskap og ég elska að dansa en djamm hefur aldrei verið þægindasvæðið mitt. Ég er ekki í elementinu mínu þar, mér finnst ég ekki skilja lögmálin sem þar gilda og mig langar alltaf meira að fara út að labba með hundinn minn, mér finnst það meira freistandi. Það er stöðug barátta hjá mér að berjast við einbúann og vera ekki nútíma Gísli á Uppsölum,“ segir hún hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Berst talið þá að því hversu lítið við í raun vitum um fólk þó að við séum gjörn á að gefa okkur hugmyndir um það. „Ég ætla bara að tala í klisjum í þessu viðtali. Fólk er að há baráttu sem þú hefur ekki hugmynd um. Mér finnst meika sens að samhygð sé sjálfkrafa viðbragðið þitt. Þú veist ekkert og oft eru baráttur sárar og eitthvað sem myndi verðskulda faðmlag. Ég hef stundum haft áhyggjur af því að samhygðin sé að deyja út en ég upplifði svo frábært augnablik um daginn sem gaf mér svo mikla von. Ég var stödd á Birnis tónleikum og salurinn var smekkfullur af 16-18 ára krökkum. Það voru guttar fyrir framan mig í mega djammi og ég sé að einn strákurinn er í einhverri vanlíðan sem virðist vera að byggjast upp hjá honum þangað til að hann kýlir vin sinn ógeðslega fast í öxlina. Ég hugsa bara ég er að verða vitni að því að það séu að brjótast út slagsmál hérna. En vinurinn tók við högginu, tekur sér millisekúndubrot í viðbragðsumhugsun og segir svo: Komdu hérna karlinn minn og tekur hann inn í faðmlag. Hann knúsar úr honum þessa vanlíðan og leysir upp þessi slagsmál sem voru í uppsiglingu. Ég varð bara svo hrærð að sjá þetta, hvernig hann kunni að díla við þessa ofbeldistakta og bræða heift með kærleika og hlýju, því að það er raunverulega það sem við þráum öll. Þetta gaf mér svo mikla von og þetta var ótrúlega fallegt móment.“ Gleymum stundum því sem heppnast vel Hún segir mikilvægt að minna sig á fallegar hliðar lífsins. „Fjölmiðlar og fréttir eru náttúrulega þess eðlis að það eru mun oftar fluttar fréttir af einhverju sem er að, þarf að laga eða er kvartað undan, og við þurfum að gera okkur grein fyrir því og minna okkur reglulega á að það er bjöguð mynd. Við erum alltaf að fá örlítið dekkri mynd í fjölmiðlum en er þarna úti. Auðvitað er eðlilegt að sú mynd setjist í undirmeðvitundina okkar en við verðum að minna okkur reglulega á að það er hlutverk fjölmiðla að benda á eitthvað sem betur mætti fara og ætti að breyta og laga. Við gleymum stundum því sem heppnast sjúklega vel og ég held að það sé holl áminning fyrir kollektíva geðheilsu samfélagsins.“ Guðrún Sóley hefur trú á vaxandi samhygð og samkennd í samfélaginu og segir sömuleiðis hollt að minna sig á jákvæðar og góðar hliðar tilverunnar.Vísir/Einar Veganismi hennar kjarnatrú Ásamt því að sækja í heilsteypt áhugamál á borð við útiveru hefur Guðrún Sóley verið vegan í mörg ár og kemur það í grunninn frá því hve mikill dýravinur hún er. „Hjartað mitt slær fyrir dýrin, hefur alltaf gert og ég fæ ekki að mér að borða þau og styðja við bransa sem að því miður fer illa með þau og elur þau upp til þess eins að slátra þeim. Samviskan leyfir mér það ekki sérstaklega þegar að það eru svona margir frábærir kostir sem kosta ekki neina þjáningu.“ Hún segir veganisman algjörlega kjarnatrú í hennar lífi. „Ég trúi svo innilega á þá friðsældarafstæðu sem er fólgin í veganisma. Trúin að beita ekki ofbeldi eða valdníðast eða drottna yfir öðrum, hvort sem það eru dýr, menn eða annað. Það er svo mikið rætt um ofbeldi í samfélaginu okkar og sem betur fer erum við búin að kveikja á meðvitund um svo margar birtingarmyndir þess, til dæmis í samskiptum, andlega og líkamlega og við erum blessunarlega búin að skila alls konar skömm. Samhliða því held ég og vona að það sé aukning í því að fólk áttar sig á því að bak við lukt tjöld er verið að beita dýr ofbeldi. Ef ég get nálgast verur á jafningjagrundvelli þá vel ég það. Fyrir mér er veganisminn núll áreynsla, mér líður aldrei eins og ég þurfi að neita mér um nokkurn hlut. Ef fólk bara vissi hvað þetta er létt. Sú lífsafstaða kynnir mann fyrir fólki með svipað hugarfar og þetta helst auðvitað mjög þétt í hendur við náttúruást og virðingu fyrir náttúrunni. Að höndla eitthvað sem hefur ekki rödd, hefur ekki ríka hagsmuni, getur ekki tjáð sig til baka eða varið sig. Þetta er þó eitthvað sem ég tala ekki mikið um dagsdaglega. Þetta er í sumum hópum óvinsæl afstaða og ég brydda ekki upp á þessu af fyrra bragði. Ef einhver vill fræðast spyr það og ég er með endalausar upplýsingar og þreytist ekki á að aðstoða það. Þessi hugmyndafræði er mér kærust í þessu lífi, ég mun aldrei gefast upp á henni en ég hef lært að vernda hana. Ég get ekki tekið við árásum við henni heilu og hálfu dagana.“ Innsæið verðmætasta verkfærið Að lokum spyr blaðamaður þessa lífsglöðu einfarakonu hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér. „Skynsamt fólk er með fimm og tíu ára plan en ég er ekki skynsamt fólk. Ég ætti fyrir löngu síðan að vera búin að smíða mér eitthvað plan en ég hef ekki gert það. Ég dáist að Dale Carnegískri markmiðasetningu en það hentar mér ekki. Stóra gagnrýnin mín á mitt eigið líf er að stundum finnst mér ég á svo miklu harðastökki í gegnum dagana að mér finnst ég ekki ná að setjast niður og fá smá yfirsýn um hvað meikar sens og hvað ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Það sem hana skortir í langtímamarkmiðum segist hún þó hafa í innsæinu. „Innsæið mitt er verðmætasta verkfærið mitt og allt lífið mitt gengur út á það eitt að tálga fíntúnaða innsæið mitt og skynjun mína á fólki og orku. Ég er með rosalega þunna himnu, ég tek allt inn og það er stundum drullu erfitt en ég vil ekki þykkja hana því að ég vil halda þessu innsæi. Stundum segir innsæið manni óþægilegan sannleika sem maður meikar varla að horfast í augu við en það verður að vera þannig. Fimm til tíu ára planið mitt er því að láta innsæið stýra mér í einhverja geggjaða átt sem mun færa mér hamingju, léttleika, tilgang og fyllingu og hugsanlega get ég gert eitthvað gagn í leiðinni, ég vona það mjög mikið. Sömuleiðis sé ég hunda, kajak, fullt af ást, fjör og gaman,“ segir Guðrún Sóley að lokum og brosir út að eyrum. Menning Fjölmiðlar Geðheilbrigði Grænland Helgarviðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Ábyrgðarhokinn unglingur Guðrún Sóley er góðkunnug mörgum af skjánum og á að baki margra ára reynslu í fjölmiðlum. Hún fer sínar eigin leiðir í lífinu, hefur gengið á Kilimanjaro og Machu Picchu, farið í tíu daga kajakferð um Grænland, hefur óbilandi ástríðu á fólki, er laumu rapphundur, leggur hart að sér og er í stöðugri leit að góðum millivegi vinnusemis og sjálfsmildis. „Ég er alin upp í vesturbænum og ég er smá klisjuskunkur að því leytinu til að ég fór í vesturbæjarskóla, MR og Háskóla Íslands. Í háskólanum lærði ég bókmenntafræði og það var í raun einn stærsti munaður sem ég hef leyft mér. Maður á það til að taka sig svolítið hátíðlega, allavega ég. Ég var rosalega ábyrgðarhokinn unglingur og ég tók lífinu bara mjög alvarlega lengi framan af. Það var rosalegt flipp fyrir mér að fara í bókmenntafræði í háskólanum því ég hafði rosalega ástríðu fyrir því en það var kannski ekki það hagnýtasta sem ég gat hugsað mér að læra.“ Guðrún Sóley naut sín vel í bókmenntafræðinni og segist með aldrinum ná að sleppa hömlunum meira. Vísir/Einar Aldrei þroskast upp úr galsagangi Guðrún segist hugsa hlýlega til þeirra ára. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími, ég var með frábæra kennara, fékk mikinn innblástur og hlakkaði til þess að fara í skólann á hverjum degi.“ Sem barn segist Guðrún Sóley hafa verið glaðlynd og er það enn í dag. „Sterkir persónueiginleikar sem hafa alltaf fylgt mér held ég að séu jákvæðni og áráttukenndur galsagangur. Ég hef einhvern veginn aldrei þroskast upp úr því. Ég hef alveg reynt að vera þögla sterka týpan en mér mistekst alltaf,“ segir hún og hlær. Hún hefur alla tíð verið virk, byrjaði fjögurra ára gömul að æfa ballett og spila á píanó og iðkaði það fram að unglingsárunum. Í MR fór Guðrún Sóley í Morfís og var það mótandi ákvörðun. Hún segir skiptar skoðanir á Morfís en sjálfri fannst henni það mjög gagnlegt. „Þar lærði ég að setja mig í spor annarra, þar lærði ég að hugsa hlutina út frá tveimur mismunandi vinklum og neyðast til þess að tileinka mér skoðun sem var kannski ekki mín eigin, sem ég held að hafi bara verið hollt. Ég fékk líka sjálfstraust og stemningu í gegnum þetta.“ Hugsanlega þrá fyrir uppreisn Á þeim tíma var ekki mikið af konum í Morfís en segist Guðrún Sóley muna eftir logandi kyndlum á borð við Ingu Lind Karlsdóttur og Þórunni Elísabetu Bogadóttur. „Þær voru svo geggjaðar en það voru vissulega ekki margar konur í þessu. Ég man bara eftir að hafa séð myndbönd af ræðukeppnum í tíma í grunnskóla. Það gerðist eitthvað innra með mér, mér fannst þetta svo magnað og dásamlegt. Kannski er það að vera svona ótrúlega ábyrgur krakki, að sjá þennan vettvang þar sem var svolítið hægt að dólgast, prakkarast og vera með töffarastæla, það höfðaði eitthvað til mín.“ Guðrún Sóley átti sömuleiðis leynda hlið á unglingsárunum. „Ég var algjör rapphundur. Ég átti minidisk spilara sem var stútfullur af gangster rappi. Ég dýrkaði Rottweiler hunda, ég kann allan þeirra bálk utanbókar og ég kunni allt íslenskt rapp. Ég fékk útrás fyrir eðlilega unglingahegðun með því að hlusta á rapp. Þannig að svona prakkaraskapur höfðaði mjög mikið til mín. Svo er það ekki fyrr en seinna meir sem maður áttar sig á því að sem stelpa hafði maður ekki mikið rými til að vera með óhefta tjáningu, smá töffarastæla, dólg og taka sér pínulítið pláss í umræðu. Maður gat verið í ballett og spilað á píanó en það var ekki mikið pláss fyrir hitt. Hugsanlega var þetta einhvers konar þrá fyrir uppreisn.“ Guðrún Sóley segist hafa fengið smá uppreisnar útrás í ræðukeppnunum.Vísir/Einar Reynir að loka sem fæstum dyrum Guðrún Sóley segir vinkonuhóp sinn alla tíð hafa verið mjög mótandi. Þó að hún hafi tekið lífinu svolítið alvarlega einkenndist hópurinn af skapandi og kátum krökkum. „Við tókum meðal annars þátt í skrekk í 10. bekk og unnum, það var alveg rosa stórt og efldi sjálfstraustið. Ég er rosalega örlagatrúar og ég hef rosa oft hugsað hvað ef ég hefði lent í hinum bekknum í grunnskóla, hvað ef ég hefði vingast við einhvern annan í frímínútum, mér finnst litlu ákvarðanirnar geta haft svo ótrúlega mikið að segja fyrir framhaldið. Pabbi minn kenndi mér mjög snemma að reyna alltaf að taka ákvarðanir fyrir líf sitt sem að loka sem fæstum dyrum, reyna að halda eins mörgum möguleikum opnum eins lengi og hægt er. Auðvitað þarf maður að taka ákvarðanir á vissu stigi en ég hef reynt að velja braut sem lokar engum dyrum fyrir mann ef maður mögulega getur. Ég hef svolítið fylgt þessu í lífinu því ég þekki hvað það getur tekið vonda stefnu og verið sjúklega handahófskennt. Ég trúi því líka að þetta líf sé eitt stórt kaos og ein stór tilviljun og það besta sem við getum gert er að láta okkur fljóta með og kannski vera pínu næs í leiðinni hvort við annað. Við erum allt einhver krumpuð lítil börn í fullorðinslíkömum að reyna að gera okkar besta og þá finnst mér meika sens að reyna að vera næs. Minn þroski hefur verið svolítið öfugsnúinn að því leyti að eftir því sem ég eldist leyfi ég mér meira að sleppa af mér hömlunum og vera ég sjálf og vera bara galsapulsa af því að það er mitt eðli.“ Guðrún segir þroskann sinn öfugsnúginn að því leytinu til að hún leyfir sér meiri galsagang og sleppir tökum á hömlum með aldrinum.Vísir/Einar „Vil frekar vera vanmetin en ofmetin“ Sjálfsefi er gjarnan órjúfanlegur hluti af tilverunni og segist Guðrún Sóley hafa náð að fjarlægja sig frá áliti annarra. „Ég hef kannski verið svolítið hrædd um það í fortíðinni að maður sé vitsmunalega vanmetinn ef maður leyfir að skína í gleði, galsa og léttleika. En þá verður fólk að vera þeirrar skoðunar og vanmeta mann vitsmunalega. Þá vil ég frekar vera vanmetin heldur en ofmetin og geta komið fólki skemmtilega á óvart í samhengi. Ég sjálf kýs að vanmeta fólk ekki þrátt fyrir glaðlyndi eða þrátt fyrir að það þori að vera í léttleikanum sínum, mér finnst það þvert á móti vera til vitnis um sjálfstraust og innri kjarna sem fólk þorir að standa með. Oft er það að leika sjúklega þungu alvörugefnu týpuna merki um óöryggi þó að það þurfi auðvitað ekki að vera það. Við erum öll ólík en fyrir mína parta finnst mér meiri glóra í því eftir því sem ég verð eldri að leyfa mér að haga mér í takt við raunverulegan persónuleika minn, léttleika og gleði.“ Leitar að millivegi vinnusemis og sjálfsmildis Guðrún Sóley segist vera af kynslóð sem metur vinnusemi og dugnað rosa mikið og var það snemma móta í henni. „Það eru grunngildi mín. Maður á að leggja hart að sér og maður á að vanda sig, þú færð ekkert í þessu lífi nema að leggja á þig einhver erfiði. Þetta eru rosa góð gildi og ég reyndar lifi mikið samkvæmt þeim. Mér finnst raunverulega iðjusemi og vinnusemi vera dyggð. Ég líka fæ það mikið út úr því að skila af mér vel unnu verki að ég held að ég muni aldrei losna við þá pínulitlu áráttu. En að sama skapi hefur lífið kennt mér að það að tigna og hylla sjálfspíningu og sjálfshörku skilar rosa takmörkuðu til langs tíma. Við lifum á tímum þar sem er rosa mikið um kulnun og útbrennslu þannig að ég held að það myndi gagnast okkur betur að sýna okkur aðeins meira mildi.“ Í beinu framhaldi segist Guðrún Sóley vera smá mótsagnakennd. „Ég þarf líka að kalla mig út fyrir smá hræsni. Mér finnst sjálfkrafastillingin hjá ungu fólki og mörgum öðrum gjarnan vera sjálfsmildi. Hér er ég og ég hugsa fyrst og fremst um sjálfa mig, að gæta mín og mér finnst stundum skorta smávegis það að vilja leggja eitthvað á sig, að vera tilbúin að setja inn smá vinnu til þess að síðar njóta afrakstursins á því. Ég leyfi því líka aðeins að fara í taugarnar á mér, skort á vinnusemi, dugnaði og langtímahugsun, að þú þurfir stundum að þjálfa þig í einhverju til þess að verða góður í því, að einhver færni sé þess virði að þú mætir í tímana og leggir inn vinnuna. Ég hræðist þetta líka, ég veit ekki hvar millivegurinn á milli vinnuseminnar, iðju og dugnaðar og svo heilbrigðs sambands við sjálfa sig með eðlilegu mildi og hvíld inn á milli er. Ég er að reyna að finna það og ég skal finna milliveginn einhvern tíma,“ segir Guðrún Sóley kímin. Guðrún Sóley segist stöðugt leita að millivegi mikillar vinnusemis og sjálfsmildis.Vísir/Einar Mestu forréttindin að fá að heyra sögur fólks Guðrún Sóley segist alla tíð hafa haft áráttukenndan áhuga á fólki sem varð kveikjan að fjölmiðlaferlinum. „Ég raunverulega týni mér í því að velta fyrir mér samskiptum fólks, orðalagi, persónueinkennum, líkamstjáningu, míkró svipbrigðum, hvernig við búum til tengsl hvort við annað, hvað tengsl eru mikilvæg, hvernig við komum fram og alls konar falin atriði í framkomu og samskiptum fólks. Það er smæsta byggingareiningin í samfélagi og það gerir það að verkum að ég hef ofboðslegan áhuga á samfélagi, samskiptum fólks og sögum. Ég hef alltaf lesið mikið og þetta gerði það að verkum að ég fékk áhuga á því að skrifa. Mér finnst sjúklega heillandi að með blaðamannapassa þá fái maður aðgang að sögum fólks og ég fái að setjast niður með manneskju og heyra hana tjá sig. Mér finnst það brjálæðislega fallegt og mér finnst það ein mesta gæfa og mestu forréttindi sem hægt er að hafa, af því að ég er á þeirri skoðun að allar manneskjur eru áhugaverðar, punktur. Það er fullyrðing sem ég stend og fell með. Ef þér finnst einhver manneskja óáhugaverð þá er það vegna þess að þú hefur ekki gefið henni séns eða lagt nógu vel við hlustir. Það varð bara rökrétt út frá þessu öllu saman að ég fór að hugsa hvernig get ég skrifað? Mér fannst blaðamennska aðdáunarverð og heima hjá mér var alltaf hlustað og horft á fréttir og blöðin keypt. Þannig að ég átti mér alltaf þann draum að verða blaðamaður og þegar að ég var í háskóla fékk ég tækifæri til þess hjá Mogganum sem var frábær skóli.“ Guðrún Sóley hefur komið víða að í fjölmiðlaheiminum.Vísir/Einar Svaf ekki fyrir fyrsta pistilinn á prenti Eftir það varð Guðrún Sóley ritstjóri Stúdentablaðsins og jók það enn meiri áhuga á fjölmiðlamennsku. „Fyrstu árin í blaðamennskunni upplifði ég gríðarlega spennu sem ég held að sé varla eðlileg. Ég gleymi því ekki að ég svaf ekki fyrstu nóttina áður en að fyrsta greinin mín birtist í blaðinu, sem var einhver pínulítill moli. Það var eitthvað sem ég hafði skrifað sem birtist á prenti og ég vakti þangað til að ég heyrði blaðberann koma með blaðið. Mér fannst bara stórkostlegt að sjá mín skrif á prenti. Ég fæ alveg sjúklega mikið út úr því að fá að skrifa eitthvað, segja sögu einhvers og mikilvægast af öllu að fara vel með það. Af því að ég er hýper meðvituð um virðinguna sem ég verð að bera til manneskjunnar sem ég tala við og traustið sem mér er sýnt með því að einhver segi mér söguna sína. Þannig að ég verð að vanda mig og það er ekkert annað í boði, ég verð að fara vel með þetta traust sem mér er sýnt.“ Mikilvægt að passa að vinnan gleypi mann ekki Þegar að Guðrún Sóley sá auglýst sumarstarf á fréttastofu Rúv hikaði hún ekki við að sækja um. Við tók krefjandi umsóknarferli sem endaði á að hún fékk vinnuna. „Vá hvað ég ætlaði að sanna mig. Ég trúði varla að ég hefði fengið vinnu á Rúv því það var æskudraumur hjá mér. Ég elst upp hjá eldri foreldrum og það var alltaf Gufan og kvöldfréttir á Rúv á hverju kvöldi og ekkert múður.“ Við tók gríðarleg vinna, næturvaktir yfir jólin og fleira lærdómsríkt. „Þetta er allt saman einkaþjálfun í fjölmiðlamennsku og að fjalla um allt milli himins og jarðar.“ Eftir það fór Guðrún Sóley að vinna í útvarpinu þar sem hún kynntist meðal annars Gísla Marteini. „Hann er mikill vinur minn og áhrifavaldur í mínu lífi. Sömuleiðis vann ég að morgunútvarpinu með Sigmari Guðjón og Aðalsteini Kjartanssyni, fer þaðan í Menninguna og að lokum í Kastljósið. Ég er búin að vera í ellefu ár í Efstaleitinu sem er frekar sturlað. Ég tala um að leggja inn vinnuna og ég er alveg búin að gera það. Ég hef unnið mjög margar klukkustundir og ég dýrka það, ég nýt mín virkilega vel en maður þarf líka að fara varlega og láta vinnuna ekki alveg gleypa sig og eiga sér eitthvað líf utan vinnuna.“ Guðrún Sóley segir mikilvægt að passa að eiga líf utan vinnu en hún hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu.Vísir/Einar Útivist hennar slökun Áhugamál eða öllu heldur ástríða Guðrúnar Sóleyjar snýr að útivist. „Það er mín algjörlega mín slökun. Útivist, hvort sem það er kajak, fjallgöngur eða annað, það er hleðslan mín, það er hvíldin mín, það er kvíðalyfið mitt, það er allt gott í þessum heimi. Ég verð bara svo óbærilega klisjukennd þegar að ég byrja að tala um þetta. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé með eitthvað óeðlilega stillt skynfæri en það er raunverulega þannig að þegar ég er úti í náttúru, þegar að ég þreifa á grasi eða trjáberki eða dýfi hönd ofan í sjó þá sefast taugakerfið, öll hugsun skýrist og lífið verður léttara. Ég tilbið náttúru og útivist og það er svo ótrúlega margt gott sem það hefur í för með sér. Maður kynnist fólki sem hefur sambærilega forgangsröðun og svipuð gildi í lífinu og sér tilgang í þessu brölti, að hlaða kajak með vistum og öllu, róa og tjalda í misjöfnu veðri.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Grænlandsferð sem gjörbreytti lífinu Guðrún Sóley hefur sannarlega sótt í mörg ævintýrin. „Ég var í fjallgöngum mest framan af, þá fór ég til dæmis á Kilimanjaro og Machu Picchu með pabba mínum sem var yndislegt og rosa miklar gæðastundir. Svo tók kajakinn við og mesta ævintýri lífs míns er kajak ferð sem ég fór í síðasta sumar þar sem við rérum í tíu daga eftir austurströnd Grænlands með allt í bátunum. Við vorum með tjöldin og allt í bátunum og vorum algjörlega sjálfbær í þeirri einingu í tíu daga. Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta. Ég var að skora sjálfa mig svakalega á hólm að fara ein ásamt sex öðrum. Þetta var líkamlega mjög erfitt og krefjandi. Brjálaður mótvindur, kalt og blautt allan tímann, það voru ísbirnir í nágrenninu þannig að við þurftum að vaka á næturnar og vakta tjaldsvæðið.“ Djúp tragískt að sjá aðstæður fólks Andlega tók ferðalagið sömuleiðis mikið á Guðrúnu Sóleyju. „Að sjá grænlensk pínulítil sveitaþorp í því sem almennt er talið vanþróaðri hluti Grænlands var bara djúp tragískt. Að verða vitni að aðstæðum fólks þar var mjög erfitt, kringumstæður barnanna og vitneskjuna um að það er engin heilsugæsla þar, mjög takmarkað heilbrigðiseftirlit, engin ungbarnagæsla eða fylgd með heilsu barna, stífluð klóök og rotþrær, það eru ekki vatnsleiðslur í húsin. Það er svo fríkað að ég er þarna í guðdómlegustu náttúru heims, ég er að róa meðal tvöhundruð ára gamalla ísjaka og hlusta á sinfóníu í dropunum, ég sé hvali stökkva og fugla og seli og þetta er alsæla í mínum huga. En alltaf skal manneskjan einhvern veginn ná að búa til kringumstæður sem varpa skugga á alsæluna sem maður finnur úti í náttúrunni. Þannig að ég held að ég sé hratt og bítandi að breytast í einhvern einbúa. Ég raunverulega fletti því upp um daginn hvort að vitavarsla væri ennþá starf, sem það er ekki,“ segir Guðrún Sóley kímin og bætir við: „Af því að ég elska einveru og ég dýrka að vera ein með sjálfri mér.“ Guðrún Sóley hefur brennandi áhuga á fólki þegar hún er í vinnunni en þykir gott að vera í einveru í frítímanum. Vísir/Einar „Algjör sökker fyrir ástinni“ Blaðamaður spyr Guðrúnu Sóleyju hvort hún hafi alltaf leitað í einveruna og hvort hún hafi alltaf verið einhleyp. „Nei, ég hef verið í þremur langtíma samböndum en er einhleyp núna. Það eru mörg ár síðan ég hef verið í opinberu sambandi og ég leyfi mér að vera frekar prívat með mitt einkalíf. En ég er samt sem áður algjör sökker fyrir ástinni og tengslum á milli fólks. Það að finna sér félaga í lífinu, manneskjuna sína, er mikilvægt. Sömuleiðis er vinátta ómetanleg. Við fæðumst inn í eina fjölskyldu og svo býr maður sér til aðra með vinum. Ég er rosalega metnaðarfull í vináttu vil ég meina. Ég rækta vini mína gríðarlega, legg mig mjög fram við að gleðja þá, koma á óvart, fagna áföngum og rækta tengsl. Makar koma og fara, allavega sumir, en vinir eru að eilífu ef maður býr um réttu hnútana.“ Grænlandsferðin jók sem áður segir aðeins meira á þörf Guðrúnar Sóleyjar til að vera ein og fjarlægja sig stundum frá samveru. „Ég og Siggi Gunnars kollegi minn stofnuðum félag einrænna extroverta. Fólk skynjar okkur og gerir ráð fyrir því að við séum sólgin í partý og félagsskap. Við erum hress á vinnutíma og þegar að við erum að umgangast annað fólk sýnum við okkar félagslyndustu hliðar en við erum bæði þannig að þegar að heim er komið þá viljum við frið, ró, kyrr og næði. Þetta getur auðvitað verið hrópandi mótsögn við manneskjuna sem birtist fólki þegar að maður er í gír. Ég elska ekkert meira en að vera ein með sjálfri mér og mínum hugsunum. Mér líður eiginlega alltof vel þannig, ég þarf að skora mig á hólm svolítið til þess að fara út á kvöldin. Ég gef mig alla í vinnuna en svo kem ég heim eftir vinnu og þá er stundum enginn veraldlegur kraftur sem getur dregið mig út fyrir hússins dyr. Ég á mér ekkert samkvæmislíf.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Aldrei skilið lögmál djammsins Guðrún Sóley hefur aldrei tengt við djammið og hefur bara smakkað kampavín við mjög ákveðin tilefni. „Djammið hefur aldrei verið í mínum þægindaramma. Mér finnst ótrúlega gaman að vera í góðum félagsskap og ég elska að dansa en djamm hefur aldrei verið þægindasvæðið mitt. Ég er ekki í elementinu mínu þar, mér finnst ég ekki skilja lögmálin sem þar gilda og mig langar alltaf meira að fara út að labba með hundinn minn, mér finnst það meira freistandi. Það er stöðug barátta hjá mér að berjast við einbúann og vera ekki nútíma Gísli á Uppsölum,“ segir hún hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Berst talið þá að því hversu lítið við í raun vitum um fólk þó að við séum gjörn á að gefa okkur hugmyndir um það. „Ég ætla bara að tala í klisjum í þessu viðtali. Fólk er að há baráttu sem þú hefur ekki hugmynd um. Mér finnst meika sens að samhygð sé sjálfkrafa viðbragðið þitt. Þú veist ekkert og oft eru baráttur sárar og eitthvað sem myndi verðskulda faðmlag. Ég hef stundum haft áhyggjur af því að samhygðin sé að deyja út en ég upplifði svo frábært augnablik um daginn sem gaf mér svo mikla von. Ég var stödd á Birnis tónleikum og salurinn var smekkfullur af 16-18 ára krökkum. Það voru guttar fyrir framan mig í mega djammi og ég sé að einn strákurinn er í einhverri vanlíðan sem virðist vera að byggjast upp hjá honum þangað til að hann kýlir vin sinn ógeðslega fast í öxlina. Ég hugsa bara ég er að verða vitni að því að það séu að brjótast út slagsmál hérna. En vinurinn tók við högginu, tekur sér millisekúndubrot í viðbragðsumhugsun og segir svo: Komdu hérna karlinn minn og tekur hann inn í faðmlag. Hann knúsar úr honum þessa vanlíðan og leysir upp þessi slagsmál sem voru í uppsiglingu. Ég varð bara svo hrærð að sjá þetta, hvernig hann kunni að díla við þessa ofbeldistakta og bræða heift með kærleika og hlýju, því að það er raunverulega það sem við þráum öll. Þetta gaf mér svo mikla von og þetta var ótrúlega fallegt móment.“ Gleymum stundum því sem heppnast vel Hún segir mikilvægt að minna sig á fallegar hliðar lífsins. „Fjölmiðlar og fréttir eru náttúrulega þess eðlis að það eru mun oftar fluttar fréttir af einhverju sem er að, þarf að laga eða er kvartað undan, og við þurfum að gera okkur grein fyrir því og minna okkur reglulega á að það er bjöguð mynd. Við erum alltaf að fá örlítið dekkri mynd í fjölmiðlum en er þarna úti. Auðvitað er eðlilegt að sú mynd setjist í undirmeðvitundina okkar en við verðum að minna okkur reglulega á að það er hlutverk fjölmiðla að benda á eitthvað sem betur mætti fara og ætti að breyta og laga. Við gleymum stundum því sem heppnast sjúklega vel og ég held að það sé holl áminning fyrir kollektíva geðheilsu samfélagsins.“ Guðrún Sóley hefur trú á vaxandi samhygð og samkennd í samfélaginu og segir sömuleiðis hollt að minna sig á jákvæðar og góðar hliðar tilverunnar.Vísir/Einar Veganismi hennar kjarnatrú Ásamt því að sækja í heilsteypt áhugamál á borð við útiveru hefur Guðrún Sóley verið vegan í mörg ár og kemur það í grunninn frá því hve mikill dýravinur hún er. „Hjartað mitt slær fyrir dýrin, hefur alltaf gert og ég fæ ekki að mér að borða þau og styðja við bransa sem að því miður fer illa með þau og elur þau upp til þess eins að slátra þeim. Samviskan leyfir mér það ekki sérstaklega þegar að það eru svona margir frábærir kostir sem kosta ekki neina þjáningu.“ Hún segir veganisman algjörlega kjarnatrú í hennar lífi. „Ég trúi svo innilega á þá friðsældarafstæðu sem er fólgin í veganisma. Trúin að beita ekki ofbeldi eða valdníðast eða drottna yfir öðrum, hvort sem það eru dýr, menn eða annað. Það er svo mikið rætt um ofbeldi í samfélaginu okkar og sem betur fer erum við búin að kveikja á meðvitund um svo margar birtingarmyndir þess, til dæmis í samskiptum, andlega og líkamlega og við erum blessunarlega búin að skila alls konar skömm. Samhliða því held ég og vona að það sé aukning í því að fólk áttar sig á því að bak við lukt tjöld er verið að beita dýr ofbeldi. Ef ég get nálgast verur á jafningjagrundvelli þá vel ég það. Fyrir mér er veganisminn núll áreynsla, mér líður aldrei eins og ég þurfi að neita mér um nokkurn hlut. Ef fólk bara vissi hvað þetta er létt. Sú lífsafstaða kynnir mann fyrir fólki með svipað hugarfar og þetta helst auðvitað mjög þétt í hendur við náttúruást og virðingu fyrir náttúrunni. Að höndla eitthvað sem hefur ekki rödd, hefur ekki ríka hagsmuni, getur ekki tjáð sig til baka eða varið sig. Þetta er þó eitthvað sem ég tala ekki mikið um dagsdaglega. Þetta er í sumum hópum óvinsæl afstaða og ég brydda ekki upp á þessu af fyrra bragði. Ef einhver vill fræðast spyr það og ég er með endalausar upplýsingar og þreytist ekki á að aðstoða það. Þessi hugmyndafræði er mér kærust í þessu lífi, ég mun aldrei gefast upp á henni en ég hef lært að vernda hana. Ég get ekki tekið við árásum við henni heilu og hálfu dagana.“ Innsæið verðmætasta verkfærið Að lokum spyr blaðamaður þessa lífsglöðu einfarakonu hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér. „Skynsamt fólk er með fimm og tíu ára plan en ég er ekki skynsamt fólk. Ég ætti fyrir löngu síðan að vera búin að smíða mér eitthvað plan en ég hef ekki gert það. Ég dáist að Dale Carnegískri markmiðasetningu en það hentar mér ekki. Stóra gagnrýnin mín á mitt eigið líf er að stundum finnst mér ég á svo miklu harðastökki í gegnum dagana að mér finnst ég ekki ná að setjast niður og fá smá yfirsýn um hvað meikar sens og hvað ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Guðrún Sóley (@gudrun_soley) Það sem hana skortir í langtímamarkmiðum segist hún þó hafa í innsæinu. „Innsæið mitt er verðmætasta verkfærið mitt og allt lífið mitt gengur út á það eitt að tálga fíntúnaða innsæið mitt og skynjun mína á fólki og orku. Ég er með rosalega þunna himnu, ég tek allt inn og það er stundum drullu erfitt en ég vil ekki þykkja hana því að ég vil halda þessu innsæi. Stundum segir innsæið manni óþægilegan sannleika sem maður meikar varla að horfast í augu við en það verður að vera þannig. Fimm til tíu ára planið mitt er því að láta innsæið stýra mér í einhverja geggjaða átt sem mun færa mér hamingju, léttleika, tilgang og fyllingu og hugsanlega get ég gert eitthvað gagn í leiðinni, ég vona það mjög mikið. Sömuleiðis sé ég hunda, kajak, fullt af ást, fjör og gaman,“ segir Guðrún Sóley að lokum og brosir út að eyrum.
Menning Fjölmiðlar Geðheilbrigði Grænland Helgarviðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira