Atvinnulaus leikskólakennari, það er víst til Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir skrifar 7. júní 2024 15:00 Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Árborg Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun