Lífið

Bjarni og Katrín selja 350 milljóna króna ein­býli í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bjarni starfaði áður sem forstjóri Coripharma.
Bjarni starfaði áður sem forstjóri Coripharma.

Bjarni K. Þorvarðarson, ­stjórnarfor­maður Eikar fasteignafélags, og eiginkona hans Katrín Hjaltadóttir hafa sett glæsilegt einbýlihús við Eikarás í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 350 milljónir.

Um er að ræða 400 fermetra hús sem var byggt árið 2003. Samtals eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi opnu og björtu rými með fallegu útsýni yfir Gálgahraun, Álftanes og að Bessastöðum. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir.

Hluti stofunnar er í turni hússins þar sem hægt er að njóta útsýnisins í allar áttir.

Á neðri hæðinni er 32 fermetra líkamsræktaraðstaða með sturtu, gufu og útgengi á verönd með heitum potti. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.