„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira