Valur Páll Eiríksson skrifar frá æfingasvæði Hollands í Zeist
Holland æfði klukkan tólf að staðartíma á KNVB-æfingasvæðinu rétt fyrir utan bæinn Zeist. Um er að ræða risastóran campus með allt til alls fyrir landslið Hollands, hvort sem er A-landslið eða yngri landslið, karla eða kvenna.
Landsliðið gistir hér á svæðinu og mætti hjólandi á æfingu dagsins.
Það er góð stemning yfir hópnum og liðið mætir fullt sjálfstrausts til leiks þegar Ísland heimsækir De Kuip í Rotterdam, eftir 4-0 sigur á Kanada á dögunum.
Ívar Fannar Arnarsson var með myndavélina á lofti á æfingunni og svipmyndir frá henni má sjá í spilaranum að ofan.
Blaðamannafundur fer fram síðar í dag sem og æfing íslenska liðsins en sú fer fram á keppnisvellinum í Rotterdam. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir fram að leik.
Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.