Fótbolti

Stjarna Hollendinga ekki með gegn Ís­landi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Frenkie de Jong verður ekki með á morgun.
Frenkie de Jong verður ekki með á morgun. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld.

Valur Páll Eiríksson skrifar frá æfingasvæði Hollands í Zeist

De Jong var með á æfingu Hollands á KNVB-svæðinu við bæinn Zeist í Hollandi í dag. Hann hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og var óvíst með þátttöku hans í leik morgundagsins.

Ronald Koeman, þjálfari hollenska liðsins, staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport á æfingasvæðinu í dag að de Jong væri ekki heill. Hann muni engan þátt taka í leik morgundagsins.

Íslenska liðið æfir á keppnisvellinum í Rotterdam seinni partinn í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og Age Hareide munu svo sitja fyrir svörum á blaðamannafundi á vellinum sem sýndur verður beint á Vísi klukkan 15:15.

Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×