Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 09:27 Almog Meir Jan, einn gíslanna sem var frelsaður á laugardag, í fylgd ísraelskra hermanna. Hann er sagður einn þriggja gísla sem fundust á heimili blaðamanns. AP/Tomer Appelbaum Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gíslarnir þrír voru teknir höndum í árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Nova-tónlistarhátíðina 7. október. Ísraelsher frelsaði þá og fjórða gíslinni í blóðugri hernaðaraðgerð í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gasa á laugardag. Í yfirlýsingu sem Ísraelsher sendi frá sér var fullyrt að mennirnir þrír hafi verið í haldi Abdallah Aljamal og fjölskyldu hans. Aljamal þessi hefði verið útsendari Hamas og skrifað fyrir al-Jazeera sem ísraelsk stjórnvöld úthýstu í síðasta mánuði. CNN-fréttastöðin segir að herinn hafi ekki lagt fram neinar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Al-Jazeera segir fullyrðingar Ísraelshers algerlega stoðlausar. Þær séu liður í áframhaldandi atlögu ísraelskra stjórnvalda að heiðri og sjálfstæði fréttastöðvarinnar með rógburði og upplýsingafalsi. Aljamal hafi aldrei starfað fyrir stöðina en skoðunarpistill eftir hann hafi einu sinni birst á vefsíðu al-Jazeera árið 2019. Aljamal starfaði í lausamennsku fyrir The Palestine Chronicle, bandaríska vefsíðu um Palestínu. Sá miðill segir að Aljamal hafi aðeins fjallað um mannúðarástandið á Gasa í fréttaskeytum sínum. Aljamal, eiginkona hans og faðir eru sögð hafa verið felld í árás Ísraelshers. Yfirvöld á Gasa segja að 274 Palestínumann hafi fallið í árás Ísraela og tæplega sjö hundruð særst. Ísraelsher heldur því fram að mannfallið hafi verið umtalsvert minna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári. 8. júní 2024 11:28