Nauðungarstjórnun í nánum samböndum Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar 10. júní 2024 10:00 Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun