Innlent

Bana­slys á Vestur­lands­vegi í Borgar­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ökumaður fólksbíls lést í slysinu.
Ökumaður fólksbíls lést í slysinu.

Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að fólksbifreið sem ekið hafi verið í norðurátt hafi skollið framan á jeppa sem ekið var til suðurs. 

Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en ökumaður og farþegi í jeppans voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landsspítalann.

Báðar bifreiðar eru ónýtar eftir slysið. Lögreglan á Vesturlandi er með tildrög slyssins til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×