Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2024 11:46 Höskuldur hefur áhyggjur af tilraunamennsku þeirri sem Sigríður Hagalín hefur talað fyrir varðandi tungumálið. vísir/aðsend/vilhelm Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. Höskuldur svarar grein Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns og rithöfundar en hún skrifaði grein sem fór á mikið flug en þar vill hún rísa til varnar því sem kallað hefur verið kynhlutleysi í notkun tungumálsins. Höskuldur segir slíka ekki bjóða upp á neitt sem hald er í og vilji í raun ganga í berhögg við máltilfinningu sem á sér langa sögu. Tvíþættur miskilningur Höskuldur segir að í grein Sigríðar gæti tvíþætts misskilnings. „Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri,“ segir Höskuldur. Fyrsti málfræðingurinn vann verk sem má heita á heimsmælikvarða en hann hafi ekki síður verið „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“. Og í öðru lagi hafi Sigríður viljað taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt á Ríkisútvarpinu sem eru mjög áfram um að notað sé kynhlutlaust mál. Höskuldur segir þau á villigötum og hafi í raun ekki gaumgæft að neinu viti afleiðingarnar. Og tekur dæmi. Hverjir slösuðust í þessum árekstri? „… þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu,“ skrifar Höskuldur. Og málfræðingurinn heldur áfram og víkur að alþingismönnum, líklega myndi Þórhildur Sunna nota þetta eins og Ævar Örn, en ekki sé vitað hvað Katrín Jakobsdóttir átti við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. „Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum.“ Íslensk fræði Hinsegin Íslensk tunga Tengdar fréttir Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Höskuldur svarar grein Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns og rithöfundar en hún skrifaði grein sem fór á mikið flug en þar vill hún rísa til varnar því sem kallað hefur verið kynhlutleysi í notkun tungumálsins. Höskuldur segir slíka ekki bjóða upp á neitt sem hald er í og vilji í raun ganga í berhögg við máltilfinningu sem á sér langa sögu. Tvíþættur miskilningur Höskuldur segir að í grein Sigríðar gæti tvíþætts misskilnings. „Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri,“ segir Höskuldur. Fyrsti málfræðingurinn vann verk sem má heita á heimsmælikvarða en hann hafi ekki síður verið „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“. Og í öðru lagi hafi Sigríður viljað taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt á Ríkisútvarpinu sem eru mjög áfram um að notað sé kynhlutlaust mál. Höskuldur segir þau á villigötum og hafi í raun ekki gaumgæft að neinu viti afleiðingarnar. Og tekur dæmi. Hverjir slösuðust í þessum árekstri? „… þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu,“ skrifar Höskuldur. Og málfræðingurinn heldur áfram og víkur að alþingismönnum, líklega myndi Þórhildur Sunna nota þetta eins og Ævar Örn, en ekki sé vitað hvað Katrín Jakobsdóttir átti við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. „Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum.“
Íslensk fræði Hinsegin Íslensk tunga Tengdar fréttir Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50 Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ 4. júní 2024 10:50
Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01
Geirfuglar og flámæli Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. 6. júní 2024 20:00