Spáir sól um allt land í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. júní 2024 20:51 Siggi Stormur lofar að sumarið sé endanlega komið. Vísir Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“ Veður Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“
Veður Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira