Spáir sól um allt land í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. júní 2024 20:51 Siggi Stormur lofar að sumarið sé endanlega komið. Vísir Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“ Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira