Körfubolti

Neitaði rúm­lega átta milljörðum frá Lakers

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verður ekki þjálfari Lakers á næstu leiktíð.
Verður ekki þjálfari Lakers á næstu leiktíð. AP Photo/Steven Senne

Dan Hurley verður ekki næstari þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Hann er sagður hafa neitað tilboði félagsins upp á vel rúmlega átta milljarða íslenskra króna.

Lakers hefur verið í þjálfaraleit síðan Darvin Ham var látinn fara eftir að liðið féll úr leik geng Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í ár. Síðan þá hafa hinir ýmsu menn verið orðaðir við starfið, þar á meðal J.J. Reddick en um væri að ræða hans fyrsta þjálfarastarf.

Undanfarna daga hefur nafn Dan Hurley hins vegar heyrst hvað hæst. Hann er 51 árs og hefur undanfarin sex ár þjálfað UConn-háskólann. Hann er með rúmlega 70 prósent sigurhlutfall en undir hans stjórn hefur liðið unnið 141 leik og tapað aðeins 58.

Eftir langar samningaviðræður ákvað Hurley hins vegar að neita Lakers. Félagið bauð honum sex ára samning upp á 70 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna. Hefði hann verið einn af sex launahæstu þjálfurum NBA-deildarinnar.

Hurley hefur unnið tvo NCAA-titla og var ekki tilbúinn að ganga í burtu frá möguleikanum að vinna þrjá titla í röð. Þá er hann í samningaviðræðum við UConn sem myndi gera hann einn að launahæstu þjálfurunum í NCAA-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×