Handbolti

Aron og Thea Imani mikil­vægust í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson átti frábært tímabil með FH.
Aron Pálmarsson átti frábært tímabil með FH. vísir/diego

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna.

Aron fékk því Valdimarsbikarinn og Thea fékk Sigríðarbikarinn.

Valsarinn Benedíkt Óskarsson og Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir voru valdir bestu leikmenn Olís-deildanna. Þjálfarar ársins voru þeir Sigursteinn Arndal hjá FH og Ágúst Þór Jóhannsson hjá Val.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru valdir bestu dómarar Olís-deildanna.

Thea Imani var óstöðvandi í liði Vals.vísir/anton

Olís-deild karla:

Mikilvægasti leikmaður/Valdimarsbikarinn: Aron Pálmarsson, FH

Þjálfari ársins: Sigursteinn Arndal, FH

Besti leikmaður: Benedikt Óskarsson, Valur

Besti sóknarmaður: Elmar Erlingsson, ÍBV

Besti varnarmaður: Alexander Júlíusson, Valur

Efnilegasti leikmaður: Elmar Erlingsson, ÍBV

Besti markvörður: Björgvin Páll Gústavsson, Valur

Háttvísisverðlaun HSÍ: Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding

Olís-deild kvenna:

Mikilvægasti leikmaður/Sigríðarbikarinn: Thea Imani Sturludóttir, Valur

Þjálfari ársins: Ágúst Þór Jóhannsson, Valur

Besti leikmaður: Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar

Besti sóknarmaður: Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur

Besti varnarmaður: Thea Imani Sturludóttir, Valur

Efnilegasti leikmaður: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram

Besti markvörður: Hafdís Renötudóttir, Valur

Háttvísiverðlaun HSÍ: Karen Tinna Demian, ÍR

Grill-deild karla:

Þjálfari ársins: Bjarni Fritzson, ÍR

Besti leikmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR

Besti sóknarmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR

Besti varnarmaður: Brynjar Hólm Grétarsson, ÍR

Efnilegasti leikmaður: Marel Baldvinsson, Fram U

Besti markvörður: Jonas Maier, Hörður

Grill-deild kvenna:

Þjálfari ársins: Eyþór Lárusson, Selfoss

Besti leikmaður: Katla María Magnúsdóttir, Selfoss

Besti sóknarmaður: Katla María Magnúsdóttir, Selfoss

Besti varnarmaður: Ída Margrét Stefánsdóttir, Grótta

Efnilegasti leikmaður: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta

Besti markvörður: Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram U




Fleiri fréttir

Sjá meira


×