„Loksins koma jákvæðar fréttir frá Grindavík“ Aron Guðmundsson skrifar 12. júní 2024 08:00 Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Vísir/Arnar Halldórsson Fengist hefur leyfi til þess að opna Húsatóftavöll við Grindavík á nýjan leik eftir mikla óvissutíma sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Kylfingar eru nú byrjaðir að flykkjast á völlinn á ný. „Loksins einhverjar jákvæðar fréttir frá Grindavík,“ segir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Þetta er einstakt samfélag. Sérstaklega vil ég nefna fólkið í golfklúbbnum hérna. Rosalega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó allavegana ljós punktur í tilverunni fyrir þetta fólk. Helgi Dan Steinsson Hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefur Helgi Dan Steinsson marga hatta. Hann er framkvæmdastjóri klúbbsins, vallarstjóri Húsatóftavallar og sinnir um leið golfkennslu. Hann líkt og margir gleðst yfir opnun vallarins. Klippa: Loksins að koma jákvæðar fréttir úr Grindavík „Tilfinningin er góð. Ekki bara fyrir kylfinga úr Grindavík, heldur allt samfélagið. Það eru loksins að koma einhverjar jákvæðar fréttir frá Grindavík. Það hefur verið vöntun á þeim undanfarnar vikur og mánuði,“ segir Helgi Dan í samtali við Vísi en sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga hefur mikil óvissa umlukið starf Golfklúbbs Grindavíkur og Húsatóftavöll. Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn ÍsakssonVísir/Arnar Halldórsson „Við sem sagt fengum grænt ljós á að opna völlinn á sunnudaginn síðastliðinn. Það kom örlítið aftan að okkur. Við áttum ekki alveg von á þessum fréttum á sunnudagsmorgni en við opnuðum hins vegar völlinn samdægurs. Það voru um fimmtíu kylfingar sem léku hring á vellinum þann dag í blíðskaparveðri.“ „Veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga og á eftir að verða, held ég, alveg frábært um komandi helgi. Við erum með langa helgi, sautjándi júní á mánudaginn. Ég á bara von á því að það verði kjaftfullur völlur hjá okkur um helgina.“ Völlurinn tekinn út oft á dag Þau sem standa að Golfklúbbi Grindavíkur hafa gengið í gegnum krefjandi mánuði. „Þetta hefur verið vinna. Eins og allir vita hefur verið erfitt á þessu svæði. Við fengum teymi frá verkfræðistofu til að jarðvegsskanna völlinn. Í kjölfarið á því fengum við leyfi til þess að opna völlinn fyrir ofan Nesveg hjá okkur. Það er því hægt að leika þrettán holur af átján núna. Við ætlum að keyra á því í sumar.“ Yfirlitsmynd af þeim Hlutatóftsvallar sem er opinn. Lengra frá, fyrir neðan Nesveginn svokallaða má sjá þann hluta vallarins sem er lokaður.Vísir/Arnar Halldórsson Þá er miklu eftirliti sinnt með sjálfum vellinum og umhverfi hans í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hvernig geti þið tryggt það að fólk sé ekki í hættu við að koma hingað á Húsatóftavöll og leika golf hjá ykkur? „Við erum með virkt eftirlit. Ég og mitt starfsfólk. Við skoðum völlinn daglega, oft á dag, og erum með mæla á tækjunum okkar sem mælir gas í loftinu. Svo erum við með virka rýmingar- og viðbragðsáætlun við öllu sem að getur mögulega gerst. Fólk fær þessar reglur þegar að það skráir sig á rástíma hjá okkur. Þá fer það ekkert á milli mála hvað er ætlast til af þeim sem koma hingað til okkar að spila golf. Það er enginn í hættu hérna dags daglega. Maður veit svo sem aldrei hvað getur gerst en vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og heimsækja okkur.“ Hluti vallarins lokaður Það hefur á ýmsu gengið í gegnum tíðina á Húsatóftavelli. Í janúar árið 2022 gekk sjávargrjót upp á land, líkt og hafði gerst tveimur árum áður og olli miklum skemmdum á vellinum. Þá hafa orðið smávægilegar sprunguskemmdir sökum jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Núna er völlurinn hins vegar iðagrænn og fagur og staðan góð á þeim hluta vallarins sem heimilt er að spila á að sögn Helga. „Það eru skemmdir á hluta vallarins og þeim svæðum hefur verið lokað. Það er sem sagt á þeim hluta vallarins sem er hér fyrir neðan Nesveginn. Þar erum við með holur þrettán til sautján. Eins og staðan er núna er engum hleypt inn á það svæði. Við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í að skoða þau mál öllsömul, fara í nauðsynlegar lagfæringar á þeim holum og mögulega opna þær seinna í sumar eða jafnvel bara á næsta ári.“ Tryggir félagsmenn Það er önnur staða sem blasir við Golfklúbbi Grindavíkur nú en fyrir nokkrum árum. „Í fyrra voru skráðir hjá okkur um 360 meðlimir. Í dag eru þeir um 220 talsins. Það hafa því orðið einhver afföll. Eins og staðan er núna búa sárafáir í Grindavík. Okkar sterki hópur hefur hins vegar haldið tryggð við golfklúbbinn og borgað sín félagsgjöld. Ef að enginn borgaði félagsgjöld þá væri engin starfsemi hér í dag. Við þökkum þessu fólki fyrir að standa þétt við bakið á golfklúbbnum í þessu erfiða árferði. Golfklúbbur Vestmannaeyja er einn þeirra klúbba sem stendur þétt við bakið á félagsmönnum Golfklúbbs Grindavíkur og fá þeir góðar móttökur á Vestmannaeyjavelli.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Við fórum í það að eiga samtöl við golfklúbba hér í næsta nágrenni við okkur og fengum strax góð svör frá klúbbum sem vildu styðja við bakið á okkur. Golfklúbbar á borð við þá sem eru á Suðurnesjum, í Sandgerði sem og Golfklúbbur Vestmannaeyja sem hleypa öllum okkar meðlimum endurgjaldslaust á sinn völl í sumar. Þeim golfklúbbum færum við miklar þakkir. Svo eru aðrir golfklúbbar sem hafa verið að bjóða okkar meðlimum vallargjald á lægra verði. Okkar félagsmenn geta því spilað í okkar nágrannasveitarfélögum fyrir sanngjarnt verð. Ef við hefðum ekki farið í þetta þá værum við sennilega ekki starfandi hér í dag.“ Framtíðin óljós En hvernig horfir þú á framhaldið ef við lítum fram yfir sumar þessa árs? „Veistu það að ég hreinlega veit það ekki. Við erum búin að opna völlinn núna og svo verður framhaldið bara svolítið að ráðast. Vill fólk koma og spila hjá okkur? Ég veit það ekki. Vonandi. Vegna þess að völlurinn er frábær. Ég held að það sé ekki hægt á mörgum golfvöllum að horfa á eldgos á meðan að maður er að spila golf. Þetta er svolítið einstakt. Við verðum bara að bíða og sjá. Tíminn leiðir þetta allt saman í ljós.“ En ef við tölum bara aðeins um þetta frá persónulegu sjónarhorni þínu? Verandi að starfa hérna á vellinum núna og sjá fólk flykkjast hingað aftur að til þess að spila golf á þessum krefjandi tímum. Það hlýtur að vekja upp góðar tilfinningar hjá þér? „Já algjörlega. Fyrir mig persónulega er þetta starfið mitt hérna. Þó að ég sé ekki Grindvíkingur, búi ekki í Grindavík, þá hef ég sterkar tilfinningar til bæjarfélagsins. Margir af mínum bestu vinum eru búnir að ganga í gegnum alls konar raunir núna í vetur. Þetta er einstakt samfélag. Sérstaklega vil ég nefna fólkið í golfklúbbnum hérna. Rosalega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó allavegana ljós punktur í tilverunni fyrir þetta fólk,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta er einstakt samfélag. Sérstaklega vil ég nefna fólkið í golfklúbbnum hérna. Rosalega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó allavegana ljós punktur í tilverunni fyrir þetta fólk. Helgi Dan Steinsson Hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefur Helgi Dan Steinsson marga hatta. Hann er framkvæmdastjóri klúbbsins, vallarstjóri Húsatóftavallar og sinnir um leið golfkennslu. Hann líkt og margir gleðst yfir opnun vallarins. Klippa: Loksins að koma jákvæðar fréttir úr Grindavík „Tilfinningin er góð. Ekki bara fyrir kylfinga úr Grindavík, heldur allt samfélagið. Það eru loksins að koma einhverjar jákvæðar fréttir frá Grindavík. Það hefur verið vöntun á þeim undanfarnar vikur og mánuði,“ segir Helgi Dan í samtali við Vísi en sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga hefur mikil óvissa umlukið starf Golfklúbbs Grindavíkur og Húsatóftavöll. Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn ÍsakssonVísir/Arnar Halldórsson „Við sem sagt fengum grænt ljós á að opna völlinn á sunnudaginn síðastliðinn. Það kom örlítið aftan að okkur. Við áttum ekki alveg von á þessum fréttum á sunnudagsmorgni en við opnuðum hins vegar völlinn samdægurs. Það voru um fimmtíu kylfingar sem léku hring á vellinum þann dag í blíðskaparveðri.“ „Veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga og á eftir að verða, held ég, alveg frábært um komandi helgi. Við erum með langa helgi, sautjándi júní á mánudaginn. Ég á bara von á því að það verði kjaftfullur völlur hjá okkur um helgina.“ Völlurinn tekinn út oft á dag Þau sem standa að Golfklúbbi Grindavíkur hafa gengið í gegnum krefjandi mánuði. „Þetta hefur verið vinna. Eins og allir vita hefur verið erfitt á þessu svæði. Við fengum teymi frá verkfræðistofu til að jarðvegsskanna völlinn. Í kjölfarið á því fengum við leyfi til þess að opna völlinn fyrir ofan Nesveg hjá okkur. Það er því hægt að leika þrettán holur af átján núna. Við ætlum að keyra á því í sumar.“ Yfirlitsmynd af þeim Hlutatóftsvallar sem er opinn. Lengra frá, fyrir neðan Nesveginn svokallaða má sjá þann hluta vallarins sem er lokaður.Vísir/Arnar Halldórsson Þá er miklu eftirliti sinnt með sjálfum vellinum og umhverfi hans í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hvernig geti þið tryggt það að fólk sé ekki í hættu við að koma hingað á Húsatóftavöll og leika golf hjá ykkur? „Við erum með virkt eftirlit. Ég og mitt starfsfólk. Við skoðum völlinn daglega, oft á dag, og erum með mæla á tækjunum okkar sem mælir gas í loftinu. Svo erum við með virka rýmingar- og viðbragðsáætlun við öllu sem að getur mögulega gerst. Fólk fær þessar reglur þegar að það skráir sig á rástíma hjá okkur. Þá fer það ekkert á milli mála hvað er ætlast til af þeim sem koma hingað til okkar að spila golf. Það er enginn í hættu hérna dags daglega. Maður veit svo sem aldrei hvað getur gerst en vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og heimsækja okkur.“ Hluti vallarins lokaður Það hefur á ýmsu gengið í gegnum tíðina á Húsatóftavelli. Í janúar árið 2022 gekk sjávargrjót upp á land, líkt og hafði gerst tveimur árum áður og olli miklum skemmdum á vellinum. Þá hafa orðið smávægilegar sprunguskemmdir sökum jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Núna er völlurinn hins vegar iðagrænn og fagur og staðan góð á þeim hluta vallarins sem heimilt er að spila á að sögn Helga. „Það eru skemmdir á hluta vallarins og þeim svæðum hefur verið lokað. Það er sem sagt á þeim hluta vallarins sem er hér fyrir neðan Nesveginn. Þar erum við með holur þrettán til sautján. Eins og staðan er núna er engum hleypt inn á það svæði. Við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í að skoða þau mál öllsömul, fara í nauðsynlegar lagfæringar á þeim holum og mögulega opna þær seinna í sumar eða jafnvel bara á næsta ári.“ Tryggir félagsmenn Það er önnur staða sem blasir við Golfklúbbi Grindavíkur nú en fyrir nokkrum árum. „Í fyrra voru skráðir hjá okkur um 360 meðlimir. Í dag eru þeir um 220 talsins. Það hafa því orðið einhver afföll. Eins og staðan er núna búa sárafáir í Grindavík. Okkar sterki hópur hefur hins vegar haldið tryggð við golfklúbbinn og borgað sín félagsgjöld. Ef að enginn borgaði félagsgjöld þá væri engin starfsemi hér í dag. Við þökkum þessu fólki fyrir að standa þétt við bakið á golfklúbbnum í þessu erfiða árferði. Golfklúbbur Vestmannaeyja er einn þeirra klúbba sem stendur þétt við bakið á félagsmönnum Golfklúbbs Grindavíkur og fá þeir góðar móttökur á Vestmannaeyjavelli.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Við fórum í það að eiga samtöl við golfklúbba hér í næsta nágrenni við okkur og fengum strax góð svör frá klúbbum sem vildu styðja við bakið á okkur. Golfklúbbar á borð við þá sem eru á Suðurnesjum, í Sandgerði sem og Golfklúbbur Vestmannaeyja sem hleypa öllum okkar meðlimum endurgjaldslaust á sinn völl í sumar. Þeim golfklúbbum færum við miklar þakkir. Svo eru aðrir golfklúbbar sem hafa verið að bjóða okkar meðlimum vallargjald á lægra verði. Okkar félagsmenn geta því spilað í okkar nágrannasveitarfélögum fyrir sanngjarnt verð. Ef við hefðum ekki farið í þetta þá værum við sennilega ekki starfandi hér í dag.“ Framtíðin óljós En hvernig horfir þú á framhaldið ef við lítum fram yfir sumar þessa árs? „Veistu það að ég hreinlega veit það ekki. Við erum búin að opna völlinn núna og svo verður framhaldið bara svolítið að ráðast. Vill fólk koma og spila hjá okkur? Ég veit það ekki. Vonandi. Vegna þess að völlurinn er frábær. Ég held að það sé ekki hægt á mörgum golfvöllum að horfa á eldgos á meðan að maður er að spila golf. Þetta er svolítið einstakt. Við verðum bara að bíða og sjá. Tíminn leiðir þetta allt saman í ljós.“ En ef við tölum bara aðeins um þetta frá persónulegu sjónarhorni þínu? Verandi að starfa hérna á vellinum núna og sjá fólk flykkjast hingað aftur að til þess að spila golf á þessum krefjandi tímum. Það hlýtur að vekja upp góðar tilfinningar hjá þér? „Já algjörlega. Fyrir mig persónulega er þetta starfið mitt hérna. Þó að ég sé ekki Grindvíkingur, búi ekki í Grindavík, þá hef ég sterkar tilfinningar til bæjarfélagsins. Margir af mínum bestu vinum eru búnir að ganga í gegnum alls konar raunir núna í vetur. Þetta er einstakt samfélag. Sérstaklega vil ég nefna fólkið í golfklúbbnum hérna. Rosalega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó allavegana ljós punktur í tilverunni fyrir þetta fólk,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira