Leik lokið: KA - Fram 3-0 | KA í undanúrslit eftir hundraðasta mark Hallgríms Mar Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 20:00 Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark í sögu KA. vísir / vilhelm KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sannfærandi 3-0 sigur gegn Fram á heimavelli. Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvívegis áður en Hallgrímur Mar Steingrímsson tryggði KA sigurinn með sínu hundraðasta marki og varð um leið sá markahæsti í sögu félagsins. Bjarni Aðalsteinsson kom KA í forystu með góðu marki á sjöttu mínútu. Harley Willard tók hornspyrnu og setti boltann á fjærsvæðið þar sem Bjarni var einn og óvaldaður, tók boltann í fyrsta á lofti og eftir viðkomu allavega eins varnarmanns endaði boltinn í netinu. Draumabyrjun norðanmanna. Á tíundu mínútu var Sveinn Margeir óheppinn að tvöfalda ekki forystu KA en Framarar björguðu á línu eftir að Sveinn náði að pota boltanum í átt að marki eftir mistök í varnarleik Framara inni í eigin teig. Áfram óðu KA menn í færum og tæpum tíu mínútum síðar fékk Harley Willard dauðafæri þegar hann skallaði boltann framhjá eftir frábæran undirbúning frá Sveini Margeiri. Framarar fengu fá færi í hálfleiknum en Guðmundur Magnússon átti skemmtilega tilraun þegar hann reyndi að skora með hjólhestaspyrnu en boltinn beint í fangið á Steinþóri Má í markinu. Títtnefndur Sveinn Margeir hefði með réttu átt að koma KA í 2-0 undir lok hálfleiksins en Ólafur Íshólm varði frá honum úr dauðafæri og Sveinn fékk svo boltann aftur með markið tómt en setti boltann í stöngina! Heimamenn leiddu því sanngjarnt í hálfleik en þó aðeins með einu marki. KA liðið lagðist meira til baka í síðari hálfleik og leyfði Frömurum að dútla sér með boltann sem gekk vel þar sem lítið var um opnanir. Á 78. mínútu kom stórskotahríð að marki KA þar sem allavega tvö skot fóru í varnarmann áður en Sveinn Margeir átti fast skot sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn þar sem Bjarni Aðalsteinsson var fyrstur á boltann og kláraði færið vel. 2-0. Undir lok venjulegs leiktíma gulltryggði Hallgrímur Mar sigurinn þegar hann skoraði eftir skyndisókn eftir að Sveinn Margeir hafði sent boltann langt fram völlinn þar sem Framarar voru fáliðaðir. Þetta var hundraðasta mark Hallgríms fyrir KA sem gerir hann einnig að markahæsta leikmanni í sögu KA sem er stórkostlegt afrek. Niðurstaðan 3-0 sigur og KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Stjörnur og skúrkar Bjarni Aðalsteinsson átti frábæran leik og skoraði tvö mörk en hann er kominn með fimm mörk í öllum keppnum, jafn mörg og hann skoraði allt tímabilið í fyrra. Hallgrímur Mar er svo auðvitað aðalstjarnan eftir að hafa náð því frábæra afreki að vera markahæstur í sögu félagsins. Harley Willard byrjaði leikinn og átti mjög góðan leik þar til hann fór af velli eftir rúmar 60 mínútur. Varnarleikur liðsins var frábær, í sennilega fyrsta skipti í sumar, og eiga öftustu fjórir sérstakt hrós skilið fyrir það ásamt Steinþóri Má í markinu. Framarar náðu sér ekki á strik en Haraldur Einar Ásgrímsson átti fínan leik í vinstri vængbakverði og Tiago var einna mest skapandi í liðinu í dag. Atvik leiksins Þegar Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði sigurinn í lokin. Frábært afrek og augnablik fyrir hann, hans fjölskyldu og KA. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson átti ekkert sérstakan leik. Fannst hann flauta full oft og ekki alltaf í rétta átt en ekkert alvarlegt og komst ágætlega frá þessu verkefni á endanum. Stemning og umgjörð Líkt og hjá nágrönnum KA í gær var mikið húllumhæ fyrir leik og allskyns afþreying og veitingar í boði fyrir unga sem aldna sem er frábært að sjá. Góð leikdagsupplifun. Veðrið var frábært, í kringum 16 gráður og glampandi sól og var því vel mætt á völlinn. Viðtöl „Við áttum aldrei séns” Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hafði ekki margt gott að segja um spilamennsku síns liðs eftir að hafa dottið úr Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA norðan heiða í 8-liða úrslitum keppninnar.Vísir/Hulda Margrét „Við áttum aldrei séns og vorum ekkert inni í leiknum frá upphafi til enda þannig mjög ósáttur við frammistöðuna og bara að tapa. Fáum mark snemma á okkur úr föstu leikatriði sem er ólíkt okkur og við náðum bara aldrei, jú náðum einni, tveimur sóknum í fyrri hálfleik, en KA menn áttu fleiri færi og hefðu getað verið með meiri forystu í hálfleik. Svo erum við að reyna í síðari hálfleik en svo klárast þetta svolítið þegar þeir skora annað markið og þá var þetta bara búið” Hvað brást í leikplaninu? „Bara alltof mikið af mistökum hjá okkur. Hræðsla við kannski bara að vera með boltann, við spilum ekki næiglega vel út úr þeim stöðum sem okkur bauðst að spila út úr í fyrri hálfleik, fórum í langa bolta án þess að vera undir pressu og þessu fáu skipti sem við færðum boltann með jörðinni í fyrri hálfleik þá fengum við þessi, ég ætla ekki að segja færi, en fengum ágætis sóknir út úr því en vorum bara alltaf ragir og lítið í okkur hjartað í dag.” Varnarleikur Fram liðsins hefur verið öflugur í sumar en liðið fékk á sig þrjú mörk í dag sem er óvenjulegt. Rúnar segir það þó ekki vera áhyggjuefni. „Ef liðið spilar lélegan leik er það á öllum vígstöðum, bæði varnarlega og sóknarlega og eins og ég segi fast leikatriði, ósáttur með annað markið þar sem þeir eiga þrjú, fjögur skot, og taka alltaf frákastið eftir að við erum búin að blokka skotið og Óli (Ólafur Íshólm) búinn að verja. Það vantar bara ákveðni í þetta og vilja og fórna sér í þann málstað að verja markið sitt og svo náttúrulega er þriðja markið skyndisókn þegar við erum komnir með alla fram þannig að í bikarnum skiptir engu máli hvort þú tapir 1-0, 2-0 eða 5-0, þannig að þá ertu fara að taka smá sénsa, kannski smá afleiðing af því.” Fótbolti Íslenski boltinn KA Fram Mjólkurbikar karla
KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sannfærandi 3-0 sigur gegn Fram á heimavelli. Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvívegis áður en Hallgrímur Mar Steingrímsson tryggði KA sigurinn með sínu hundraðasta marki og varð um leið sá markahæsti í sögu félagsins. Bjarni Aðalsteinsson kom KA í forystu með góðu marki á sjöttu mínútu. Harley Willard tók hornspyrnu og setti boltann á fjærsvæðið þar sem Bjarni var einn og óvaldaður, tók boltann í fyrsta á lofti og eftir viðkomu allavega eins varnarmanns endaði boltinn í netinu. Draumabyrjun norðanmanna. Á tíundu mínútu var Sveinn Margeir óheppinn að tvöfalda ekki forystu KA en Framarar björguðu á línu eftir að Sveinn náði að pota boltanum í átt að marki eftir mistök í varnarleik Framara inni í eigin teig. Áfram óðu KA menn í færum og tæpum tíu mínútum síðar fékk Harley Willard dauðafæri þegar hann skallaði boltann framhjá eftir frábæran undirbúning frá Sveini Margeiri. Framarar fengu fá færi í hálfleiknum en Guðmundur Magnússon átti skemmtilega tilraun þegar hann reyndi að skora með hjólhestaspyrnu en boltinn beint í fangið á Steinþóri Má í markinu. Títtnefndur Sveinn Margeir hefði með réttu átt að koma KA í 2-0 undir lok hálfleiksins en Ólafur Íshólm varði frá honum úr dauðafæri og Sveinn fékk svo boltann aftur með markið tómt en setti boltann í stöngina! Heimamenn leiddu því sanngjarnt í hálfleik en þó aðeins með einu marki. KA liðið lagðist meira til baka í síðari hálfleik og leyfði Frömurum að dútla sér með boltann sem gekk vel þar sem lítið var um opnanir. Á 78. mínútu kom stórskotahríð að marki KA þar sem allavega tvö skot fóru í varnarmann áður en Sveinn Margeir átti fast skot sem Ólafur Íshólm varði út í teiginn þar sem Bjarni Aðalsteinsson var fyrstur á boltann og kláraði færið vel. 2-0. Undir lok venjulegs leiktíma gulltryggði Hallgrímur Mar sigurinn þegar hann skoraði eftir skyndisókn eftir að Sveinn Margeir hafði sent boltann langt fram völlinn þar sem Framarar voru fáliðaðir. Þetta var hundraðasta mark Hallgríms fyrir KA sem gerir hann einnig að markahæsta leikmanni í sögu KA sem er stórkostlegt afrek. Niðurstaðan 3-0 sigur og KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Stjörnur og skúrkar Bjarni Aðalsteinsson átti frábæran leik og skoraði tvö mörk en hann er kominn með fimm mörk í öllum keppnum, jafn mörg og hann skoraði allt tímabilið í fyrra. Hallgrímur Mar er svo auðvitað aðalstjarnan eftir að hafa náð því frábæra afreki að vera markahæstur í sögu félagsins. Harley Willard byrjaði leikinn og átti mjög góðan leik þar til hann fór af velli eftir rúmar 60 mínútur. Varnarleikur liðsins var frábær, í sennilega fyrsta skipti í sumar, og eiga öftustu fjórir sérstakt hrós skilið fyrir það ásamt Steinþóri Má í markinu. Framarar náðu sér ekki á strik en Haraldur Einar Ásgrímsson átti fínan leik í vinstri vængbakverði og Tiago var einna mest skapandi í liðinu í dag. Atvik leiksins Þegar Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði sigurinn í lokin. Frábært afrek og augnablik fyrir hann, hans fjölskyldu og KA. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson átti ekkert sérstakan leik. Fannst hann flauta full oft og ekki alltaf í rétta átt en ekkert alvarlegt og komst ágætlega frá þessu verkefni á endanum. Stemning og umgjörð Líkt og hjá nágrönnum KA í gær var mikið húllumhæ fyrir leik og allskyns afþreying og veitingar í boði fyrir unga sem aldna sem er frábært að sjá. Góð leikdagsupplifun. Veðrið var frábært, í kringum 16 gráður og glampandi sól og var því vel mætt á völlinn. Viðtöl „Við áttum aldrei séns” Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hafði ekki margt gott að segja um spilamennsku síns liðs eftir að hafa dottið úr Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA norðan heiða í 8-liða úrslitum keppninnar.Vísir/Hulda Margrét „Við áttum aldrei séns og vorum ekkert inni í leiknum frá upphafi til enda þannig mjög ósáttur við frammistöðuna og bara að tapa. Fáum mark snemma á okkur úr föstu leikatriði sem er ólíkt okkur og við náðum bara aldrei, jú náðum einni, tveimur sóknum í fyrri hálfleik, en KA menn áttu fleiri færi og hefðu getað verið með meiri forystu í hálfleik. Svo erum við að reyna í síðari hálfleik en svo klárast þetta svolítið þegar þeir skora annað markið og þá var þetta bara búið” Hvað brást í leikplaninu? „Bara alltof mikið af mistökum hjá okkur. Hræðsla við kannski bara að vera með boltann, við spilum ekki næiglega vel út úr þeim stöðum sem okkur bauðst að spila út úr í fyrri hálfleik, fórum í langa bolta án þess að vera undir pressu og þessu fáu skipti sem við færðum boltann með jörðinni í fyrri hálfleik þá fengum við þessi, ég ætla ekki að segja færi, en fengum ágætis sóknir út úr því en vorum bara alltaf ragir og lítið í okkur hjartað í dag.” Varnarleikur Fram liðsins hefur verið öflugur í sumar en liðið fékk á sig þrjú mörk í dag sem er óvenjulegt. Rúnar segir það þó ekki vera áhyggjuefni. „Ef liðið spilar lélegan leik er það á öllum vígstöðum, bæði varnarlega og sóknarlega og eins og ég segi fast leikatriði, ósáttur með annað markið þar sem þeir eiga þrjú, fjögur skot, og taka alltaf frákastið eftir að við erum búin að blokka skotið og Óli (Ólafur Íshólm) búinn að verja. Það vantar bara ákveðni í þetta og vilja og fórna sér í þann málstað að verja markið sitt og svo náttúrulega er þriðja markið skyndisókn þegar við erum komnir með alla fram þannig að í bikarnum skiptir engu máli hvort þú tapir 1-0, 2-0 eða 5-0, þannig að þá ertu fara að taka smá sénsa, kannski smá afleiðing af því.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti