Uppgjörið, myndir og viðtöl: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2024 18:30 Víkingur - Fylkir Mjólkurbikarinn karla sumar 2024 Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-0 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. Fylkismenn mega þó eiga það að þeir byrjuðu leikinn á framfætinum og voru líklegri til að skapa sér eitthvað fyrsta þriðjung leiksins. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum en ekki komu mörg færi úr þeim. Víkingur virkaði eins og í veseni en fengu sína fyrstu hornspyrnu á 31. mínútu leiksins op uppskáru mark úr henni. Karl Friðleifur Gunnarsson spyrnti þá boltanum í D bogann og þar var Danijel Dejan Djuric mættur til að plassera boltanum í hornið. Fjórum mínútum síðar var Danijel aftur á ferðinni en þá komst Helgi Guðjónsson komst upp að endamörkum og renndi boltanum inn í markteiginn þar sem Danijel kom á ferðinni og þrýsti boltanum yfir línuna. Danijel Dejan Djuric fagnar markiVísir / Pawel Cieslikiewicz Fyrri hálfleikur rann sitt skeið í stjórn heimamanna og maður vonaði að Fylki myndi koma af krafti út í seinni hálfleikinn. Víkingur komst oft í góðar stöðurVísir / Pawel Cieslikiewicz Annað kom á daginn því eftir 13 mínútna leik í seinni hálfleik var gert út um leikinn þegar Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn sínum gömlu félögum. Helgi Guðjónsson var kominn aftur upp að endamörkum og náði hann fítonskrafti í fyrirgjöf sína. Þar kom aðvífandi áðurnefndur Valdimar með innanverðan fótinn tilbúinn og stýrði boltanum á nærstöngina og í netið. Valdimar mjög sáttur með markið sitt. Ásgeir Eyþórsson trúir ekki hvað gerðis.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn lullaði þá í hægagangi og liðin fóru að skipta inn á leikmönnum með næstu deildarleiki í huga sem eru mikilvægir á toppi og botni deildarinnar. Fylkir náði þó að klóra í bakkann á 88. mínútu þegar Pálmi Rafn Aðalbjörnsson varð, aftur, fyrir því óláni að skora sjálfsmark en hann missti hornspyrnu Arnórs Breka Ásþórssonar í netið. Hann skoraði sjálfsmark einnig gegn Fylki fyrir 11 dögum síðan. Hart var barist í teig liðanna.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Fylkir fékk eitt dauðafæri í blálokin en Ómar Björn Stefánsson komst einn í gegn en lyfti boltanum yfir markið eins og markvörðinn. Víkingur sigldi leiknum svo heim og eru enn og aftur komnir í undanúrslit bikarkeppni KSÍ. Víkingar innan og utan vallar gátu leyft sér að fagna að leik loknum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það var fyrsta mark leiksins frá Danijel Dejan Djuric. Fylkir var búið að þjarma að heimamönnum ansi vel en markið slökkti gjörsamlega í Fylki. Víkingur fékk vitneskju um yfirburði sína og sigldu þessu heim. Stjörnur og skúrkar Danijel Dejan Djuric er stjarna leiksins. Hann hefur verið á milli tannanna á fólki, eins og oft áður, en staðfesti það að hann er knattspyrnumaður góður. Það verður líka að nefna Helga Guðjónsson sem lagði upp tvö mörk en svo eru margir til kallaðir hjá heimamönnum. Skúrkarnir verða að vera Fylkismenn. Þeir stóðu sig svo sem ekki illa en mættu ofjörlum sínum í kvöld. Eins var hart barist út á velli.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómari leiksins Ekkert út á hann að setja. Var með línu, fór eftir bókinni og engin vafa atriði sem hann þurfti að kljást við í kvöld. Leikurinn flaut vel og einungis meiðsli hjá leikmönnum sem töfðu leikinn. Stemmning og umgjörð Umgjörðin í Víkinni er alltaf til fyrirmyndar en ég hefði viljað að meira af fólki hefði mætt í stúkuna. Það var ágætlega mætt hjá heimamönnum en líklega setti rok strik í reikninginn þar. Hjá Fylkismönnum voru örfáar hræður í stúkunni og vona ég svo sannarlega að fólk sé ekki að missa trúna á liðinu. Viðtöl Ásgeir: Við vildum fara áfram enda stutt í úrslitaleikinn Fyrirliði Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, var að vonum ekki kátur eftir leik en gat séð jákvæða punkta í leik hans manna fyrr í kvöld. Hversu svekkjandi var þó að sjá fyrsta markið fara inn. „Bara hrikalega svekkjandi en svolítið sagan okkar undanfarið. Eins og þú segir vorum við öflugir og þéttir og með fín tök á leiknum í byrjun. Vorum að fá fín tækifæri úr föstum leikatriðum. Svo grunar mig að þetta hafi verið fyrsta hornið þeirra og þeir skora úr því. Hrikalega svekkjandi.“ Í seinni hálfleik, var ekkert hægt að ýta Víkingum aftar á völlinn? Fylkir virtist vilja vera í lágu blokkinni. „Við vorum ágætlega sáttir með spilamennskuna í fyrri hálfleik og vildum aðeins halda sama skipulagi framan af seinni hálfleik og vorum tilbúnir að fara ofar á þá þegar líða fór á leikinn. Svo fáum við á okkur þriðja markið og þá var þetta orðið helvíti erfitt.“ Leikurinn bar þess merki að Fylkir er á leiðinni í mjög mikilvægan leik gegn Vestra eftir helgi en Ásgeiri var t.a.m. skipt út af á 66. mínútu. „Það var fókus á þennan leik. Við vildum fara áfram enda stutt í úrslitaleikinn og spenningur fyrir því að komast þangað. En það er já algjörlega mikilvægur leikur á móti Vestra og við verðum að einbeita okkur að honum núna og ná í sigur þar.“ Að lokum var fyrirliðinn spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt úr leik kvöldsins. „Auðvitað voru þetta ódýr mörk sem við erum að fá á okkur og dálítið sama sagan og í síðustu leikjum. Mér fannst samt formið á okkur vera gott og við fengum þannig lagað ekki mörg færi á okkur. Þannig að það er klárlega eitthvað sem hægt er sjá jákvætt út úr þessum leik.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir
Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-0 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. Fylkismenn mega þó eiga það að þeir byrjuðu leikinn á framfætinum og voru líklegri til að skapa sér eitthvað fyrsta þriðjung leiksins. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum en ekki komu mörg færi úr þeim. Víkingur virkaði eins og í veseni en fengu sína fyrstu hornspyrnu á 31. mínútu leiksins op uppskáru mark úr henni. Karl Friðleifur Gunnarsson spyrnti þá boltanum í D bogann og þar var Danijel Dejan Djuric mættur til að plassera boltanum í hornið. Fjórum mínútum síðar var Danijel aftur á ferðinni en þá komst Helgi Guðjónsson komst upp að endamörkum og renndi boltanum inn í markteiginn þar sem Danijel kom á ferðinni og þrýsti boltanum yfir línuna. Danijel Dejan Djuric fagnar markiVísir / Pawel Cieslikiewicz Fyrri hálfleikur rann sitt skeið í stjórn heimamanna og maður vonaði að Fylki myndi koma af krafti út í seinni hálfleikinn. Víkingur komst oft í góðar stöðurVísir / Pawel Cieslikiewicz Annað kom á daginn því eftir 13 mínútna leik í seinni hálfleik var gert út um leikinn þegar Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn sínum gömlu félögum. Helgi Guðjónsson var kominn aftur upp að endamörkum og náði hann fítonskrafti í fyrirgjöf sína. Þar kom aðvífandi áðurnefndur Valdimar með innanverðan fótinn tilbúinn og stýrði boltanum á nærstöngina og í netið. Valdimar mjög sáttur með markið sitt. Ásgeir Eyþórsson trúir ekki hvað gerðis.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn lullaði þá í hægagangi og liðin fóru að skipta inn á leikmönnum með næstu deildarleiki í huga sem eru mikilvægir á toppi og botni deildarinnar. Fylkir náði þó að klóra í bakkann á 88. mínútu þegar Pálmi Rafn Aðalbjörnsson varð, aftur, fyrir því óláni að skora sjálfsmark en hann missti hornspyrnu Arnórs Breka Ásþórssonar í netið. Hann skoraði sjálfsmark einnig gegn Fylki fyrir 11 dögum síðan. Hart var barist í teig liðanna.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Fylkir fékk eitt dauðafæri í blálokin en Ómar Björn Stefánsson komst einn í gegn en lyfti boltanum yfir markið eins og markvörðinn. Víkingur sigldi leiknum svo heim og eru enn og aftur komnir í undanúrslit bikarkeppni KSÍ. Víkingar innan og utan vallar gátu leyft sér að fagna að leik loknum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það var fyrsta mark leiksins frá Danijel Dejan Djuric. Fylkir var búið að þjarma að heimamönnum ansi vel en markið slökkti gjörsamlega í Fylki. Víkingur fékk vitneskju um yfirburði sína og sigldu þessu heim. Stjörnur og skúrkar Danijel Dejan Djuric er stjarna leiksins. Hann hefur verið á milli tannanna á fólki, eins og oft áður, en staðfesti það að hann er knattspyrnumaður góður. Það verður líka að nefna Helga Guðjónsson sem lagði upp tvö mörk en svo eru margir til kallaðir hjá heimamönnum. Skúrkarnir verða að vera Fylkismenn. Þeir stóðu sig svo sem ekki illa en mættu ofjörlum sínum í kvöld. Eins var hart barist út á velli.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómari leiksins Ekkert út á hann að setja. Var með línu, fór eftir bókinni og engin vafa atriði sem hann þurfti að kljást við í kvöld. Leikurinn flaut vel og einungis meiðsli hjá leikmönnum sem töfðu leikinn. Stemmning og umgjörð Umgjörðin í Víkinni er alltaf til fyrirmyndar en ég hefði viljað að meira af fólki hefði mætt í stúkuna. Það var ágætlega mætt hjá heimamönnum en líklega setti rok strik í reikninginn þar. Hjá Fylkismönnum voru örfáar hræður í stúkunni og vona ég svo sannarlega að fólk sé ekki að missa trúna á liðinu. Viðtöl Ásgeir: Við vildum fara áfram enda stutt í úrslitaleikinn Fyrirliði Fylkis, Ásgeir Eyþórsson, var að vonum ekki kátur eftir leik en gat séð jákvæða punkta í leik hans manna fyrr í kvöld. Hversu svekkjandi var þó að sjá fyrsta markið fara inn. „Bara hrikalega svekkjandi en svolítið sagan okkar undanfarið. Eins og þú segir vorum við öflugir og þéttir og með fín tök á leiknum í byrjun. Vorum að fá fín tækifæri úr föstum leikatriðum. Svo grunar mig að þetta hafi verið fyrsta hornið þeirra og þeir skora úr því. Hrikalega svekkjandi.“ Í seinni hálfleik, var ekkert hægt að ýta Víkingum aftar á völlinn? Fylkir virtist vilja vera í lágu blokkinni. „Við vorum ágætlega sáttir með spilamennskuna í fyrri hálfleik og vildum aðeins halda sama skipulagi framan af seinni hálfleik og vorum tilbúnir að fara ofar á þá þegar líða fór á leikinn. Svo fáum við á okkur þriðja markið og þá var þetta orðið helvíti erfitt.“ Leikurinn bar þess merki að Fylkir er á leiðinni í mjög mikilvægan leik gegn Vestra eftir helgi en Ásgeiri var t.a.m. skipt út af á 66. mínútu. „Það var fókus á þennan leik. Við vildum fara áfram enda stutt í úrslitaleikinn og spenningur fyrir því að komast þangað. En það er já algjörlega mikilvægur leikur á móti Vestra og við verðum að einbeita okkur að honum núna og ná í sigur þar.“ Að lokum var fyrirliðinn spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt úr leik kvöldsins. „Auðvitað voru þetta ódýr mörk sem við erum að fá á okkur og dálítið sama sagan og í síðustu leikjum. Mér fannst samt formið á okkur vera gott og við fengum þannig lagað ekki mörg færi á okkur. Þannig að það er klárlega eitthvað sem hægt er sjá jákvætt út úr þessum leik.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti