Lífið

„Þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðjón Smári sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.
Guðjón Smári sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. vísir

„Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall.

Guðjón Smára þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hinn 25 ára Vestmannaeyingur sló eftirminnilega í gegn í Idolinu í fyrra þar sem hann hafnaði í fimmta sæti. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu með sinni einstöku rödd og líflegu framkomu. 

Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét

Guðjón Smári sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.


Fullt nafn: Guðjón Smári Smárason

Aldur: 25 ára

Starf: Ég starfa sem útvarpsmaður á Fm957 og ég vinn einnig í íbúðarkjarna fyrir fólk með Downs Syndrome.

Fjölskylduhagir: Ég á bæði gríðarlega fallega móður sem er með einkennilega fallegt bros og föður sem er tröllvaxið vöðvatröll. Ég er mikill bróðir bróður míns sem heitir Aron Kristinn, þá er ég ekki að tala um Aron Kristinn úr ClubDub heldur bara Aron Kristinn Bakara. Einnig á ég tvær systur, 29 ára og 13 ára, sú yngri er alveg rugluð. 

Fjölskyldan er mjög óhefðbundin en alveg frábær.

Með hverjum býrðu: Ég er að leiga með vinkonu minni í Kópavoginum, erum búin að búa saman í sirka eitt ár og það hefur gengið mjög illa og sjáum við bæði eftir því. Hún er samt sem áður að flytja til Bretlands eftir sumarið mér til mikillar tilhlökkun og ef einhverjum vantar stað til að búa þá er laust hjá mér.

Hvað er á döfinni? Leynilegt verkefni sem ég má ekkert tala um. Þess  milli er ég einn færasti útvarpsmaður sem fundist hefur á þessu landi. Það eru þvílík fríðindi fyrir landsmenn að fá að hlusta á rödd mína alla virka daga milli tvö og sex á útvarpsstöðinni FM957.

Þín mesta gæfa í lífinu? Það er meðal annars mitt fallega útlit, sönghæfileikar og hógværni sem ég tek með mér út í daginn. Ég hugsa nefnilega morgun hvern um hvernig ég gæti verið betri maður í dag en ég var í gær.

Aðsend

Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég væri til í að vera kominn með drauma konuna mína og barn enda fjölskyldumaður mikill. Vinnulega séð verð ég líklegast orðinn dagskrárstjóri FM957.

Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það sem mig langar að gera áður en ég dey er að lifa. Það eru allt of margir sem fara í gegnum lífið án þess að upplifa það almennilega.

Ertu með einhvern bucket-lista? Ég er með top þrjá hluti á bucket lista:

1. Elska

2. Taka eigin líkamsþyngd í bekkpressu

3. Búa í Færeyjum í smá tíma

Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það eru orð Hallgríms Péturssonar: „Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né orðum hryggur, athuga ræðu mína“.

Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig hvað mest er sjálfsónæmis sjúkdómurinn sem ég greindist með sextán ára. Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu. En lyfjagjöf hefur gengið mjög vel og er þessi sjúkdómur ekkert að þvælast fyrir mér lengur í daglegu lífi.

Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég loka öllum hurðum og sit beint fyrir framan tölvuskjá og spila tölvuleikinn Fortnite. Það er hálf vandræðalegt hvað ég er góður í þessum leik og þegar ég fer „on the line“ þá gæti komið heimsendir og ég myndi ekki taka eftir því, nema nettengingin myndi detta út, það væri vel þreytt.

Aðsend

Uppskrift að drauma sunnudegi? Drauma sunnudagur fyrir Guðjóni Smára væri að vakna eftir hádegi og fara beint aftur að sofa, ég myndi vilja vera á brókinni allan daginn og sitja fyrir framan sjónvarpið og gera nákvæmlega ekki neitt. Einnig elska ég að borða mikið í einu oft á dag. Lofa því svo að fara í ræktina daginn eftir og gera það svo ekki.

Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Uppahalds staðurinn minn er rúmið mitt, ekki því að það er einhver leikvöllur heldur vegna þess að það er margt sem ég elska. 

Númer eitt, tvö og þrjú þá elska ég að sofa.

Fallegasti staður landinu? Það er hliðina á ruslahaugunum í Vestmannaeyjum því þar er svo gott útsýni yfir fallegu eyjuna mína.

En í heiminum? Ég hef aldrei ferðast á neinn fallegan stað, bara subbulegan, svar mitt er það sama og við spurningunni að ofan.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Það er oftast að sofa aðeins lengur og fara svo beint að kaffivélinni og helli upp á sjóðandi bolla því ég er borinn áfram á koffíni.

En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég hugsa fallega í þrjátíu mínútur.

Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég þarf í raun ekki að hugsa um heilsuna mína, foreldrar mínir sem hafa slitið sambúð sinni voru bæði atvinnumenn í vaxtarækt þegar ég var búinn til. Ég fékk þau frábæru gen að ég geta borðað 16 tommu pizzu rétt fyrir svefn og vakna grennri daginn eftir.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 

Þegar ég var lítill drengur þá langaði mig alltaf að verða prestur.

Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það var þegar ég horfði á La La Land, shit sko þessi mynd nær mér alltaf.

Ertu A eða B týpa? Ég er eins mikil B manneskja og hægt er að vera en er allur að koma til.

Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Sem barn lærði ég dulmál sem kom leynilegum skilaboðum á milli á stríðstímum en var þó alveg tilgangslaust.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er endalaus uppspretta skemmtilegra hæfileika. Ég var einu sinni Íslandmeistari í fimleikum þannig ég kann að sprikla. Svo kann ég líka að jóðla.

Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ef ég mætti velja hvaða ofurkraft sem er þá myndi ég velja mér að geta heimsótt ömmu mína á hverjum degi vegna þess að hún býr fyrir norðan.

Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Síðustu skilaboð sem ég sendi á facebook voru til mömmu:

 „Ekki gleyma því að ég virði þig mamma mín, ekki bara þig heldur allar konur“.
Guðjón Smári söng meðal annars lagið Slipping Through My Fingers í Idol keppninni.Vísir/Hulda Margrét

Draumabíllinn þinn? Það er bara bíll sem virkar, allir bílar sem ég hef átt hafa verið á jaðrinum við að vera ógeðslegir eða ónýtir.

Fyrsti kossinn? Hann átti sér stað árið 2009 á fimleikaæfingu sjö dögum áður en ég fermdist.

Óttastu eitthvað?  Ég óttast það að fá ekki að elska eins mikið og hjartað mitt hefur möguleika á. Mér er alveg sama hversu mikla ást ég fæ, þetta snýst ekki um að taka og taka og taka. Það er nóg fyrir mig í þessu litla lífi að gefa af mér.

Hvað ertu að hámhorfa á? Hámhorfið mitt þessa dagana er á þáttunum: Húsið á sléttunni, ekki beint nýtt stöff en rosa skemmtilegt.

Hvaða lag kemur þér í gírinn? Lagið sem kemur mér í gang er „Back to me“ með Kanye West eða Ye. Það er lag sem ég tengi mikið við. 

Einnig kemur lagið „Hvaða sögu viltu fá“ með Sögu Matthildi mér í mjög mikinn gír, þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu og það gefur mér drifkraft!


Tengdar fréttir

„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“

„Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 

„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“

Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.

Forðast drama eins og heitan eldinn

Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni.

„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“

„Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.