Neytendur

MAST varar við ó­lög­legu inni­halds­efni í fæðu­bótar­efni

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Til hægri má sjá sveppategundina Cordyceps Militaris.
Til hægri má sjá sveppategundina Cordyceps Militaris. Matvælastofnun/Getty

Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á fæðubótarefninu, Fermented mushroom blend, sem ProHerb ehf. flytur inn til landsins. Varan er framleidd í Bandaríkjunum.

Fæðubótarefnið inniheldur sveppategundina Cordyceps Militaris sem er ólöglegt að nota í matvæli hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu MAST.

„Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna,“ segir í tilkynningunni.

Innköllunin á við allar framleiðsludagsetningar og lotunúmer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×