Ólögleg áfengissala Ari Jónsson skrifar 12. júní 2024 17:30 Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar