„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2024 19:31 Framkvæmdastjóri Sante segir bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í besta falli óeðlilegt. Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“ Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“
Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08
Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19