Handbolti

Grótta sækir liðs­styrk frá föllnum Sel­fyssingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sæþór Atlason er genginn í raðir Gróttu.
Sæþór Atlason er genginn í raðir Gróttu. Grótta

Grótta hefur samið við hornamanninn Sæþór Atlason um að leika mað liðinu á komandi leiktíð í Olís-deild karla í handbolta.

Sæþór kemur til Gróttu frá Selfossi, sem féll úr Olís-deild karla á síðasta tímabili. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Sæþór er tvítugur örvhentur hornamaður sem hefur leikið allan sinn feril á Selfossi, þar sem hann er uppalinn. Á síðasta tímabili skoraði hann 27 mörk fyrir liðið sem hafnaði að lokum í neðsta sæti Olís-deildarinnar. Grótta hafnaði hins vegar í níunda sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið og þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×