Byggja styttu af Brady og leggja tólfuna hans á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:00 Tom Brady og treyja númer 12. Tvíeyki sem gat ekki klikkað. Matthew J. Lee/Getty Images NFL-liðið New England Patriots mun leggja treyju númer 12 á hilluna til heiðurs hinum goðsagnakennda leikstjórnanda Tom Brady. Þá mun félagið reisa styttu af þessum fyrrverandi leikmanni sem virtist lengi vel ósigrandi. Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira