Fótbolti

Bjarni lætur af störfum hjá KR

Aron Guðmundsson skrifar
Bjarni Guðjónsson mun seinna í sumar láta af störfum sem framkvæmdastjóri KR 
Bjarni Guðjónsson mun seinna í sumar láta af störfum sem framkvæmdastjóri KR 

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok ágústmánaðar og hverfur þá til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR en Bjarni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2022.

„Ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra bíður nú aðalstjórnar en þegar verður hafist handa við þá vinnu, segir enn fremur í tilkynningu KR þar sem að Bjarna er þakkað fyrir allt hans starf fyrir félagið á liðnum árum. 

Það var árið 2022 sem að Bjarni tók við starfi framkvæmdastjóra KR. Sneri hann þá aftur til félagsins sem hann hafði verið hjá áður sem bæði leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari. 

Bjarni er með BSc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og þjálfararéttindi frá UEFA en áður en hann sneri aftur til KR hafði hann starfað sem aðalþjálfari U19-liðs IFK Norrköping í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×