Lífið

Enn neisti hjá Bad Bunny og Kendall Jenner

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kendall Jenner og Bad Bunny.
Kendall Jenner og Bad Bunny.

Lengi lifir í gömlum glæðum. Slúðurmiðlar höfðu greint frá sambandsslitum þeirra Bad Bunny og Kendall Jenner en þau sáust á rómantísku stefnumóti í Púertó Ríkó, heimalandi Bad Bunny, fyrr í vikunni. 

TMZ greinir frá og birtir myndband af þeim tveimur í djúpum samræðum á japönskum veitingastað. Þau sjást síðan yfirgefa staðinn á öðru myndbandi. 

Það var ekki fyrir löngu sem greint var frá því að söngvarinn og fyrirsætan hefðu farið hvort í sína áttina. Fyrir sambandsslitin sáust þau síðast saman í október í eftirpartýi skemmtiþáttanna Saturday Night Live, en Bad Bunny kom fram í þeim þáttum.

Samkvæmt TMZ héldu þau vinasambandi og sáust svo í örmum hvors annars á Met gala hátíðinni í maí, þar sem þau gistu á sama hóteli. 

Kendall sást síðan á tónleikum Bad Bunny í Flórída og virtist njóta sín, og nú sáust þau saman á veitingastað. Slúðurmiðlarnir vestanhafs virðast á einu máli um að þau séu byrjuð aftur saman. Nú er bara spurning hvort þeim gangi betur í annað sinn.

Bad Bunny hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Tónlist hans flokkast undir svokallað reaggeton sem hefur verið langvinsælasta tónlistarstefna hins spænskumælandi heims undanfarin ár.

Kenner Jenner ofarlega á listum yfir tekjuhæstu fyrirsætur heims. Þá á hún að baki glæstan feril sem raunveruleikastjarna í þáttunum um Kardashian fjölskylduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×