Selja höfuðstöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 11:08 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar. Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar.
Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira