Úr buffi í klút Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:01 Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun